Menningar- og lýðræðisnefnd óskar eftir umsóknum og tilnefningum frá Mosfellingum um einstakling eða samtök listafólks í Mosfellsbæ sem bæjarlistamaður ársins 2024.
Útnefning bæjarlistamanns fer fram í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima.
Allt starfandi listafólk, listahópar og samtök sem starfa í Mosfellsbæ koma til greina og nefndin metur allar umsóknir og tilnefningar sem fram koma.
Umsóknir og tilnefningar skulu berast rafrænt í gegnum þjónustugátt bæjarins og þurfa að hafa borist í síðasta lagi 11. ágúst 2024.