Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. október 2024

Þann 8. októ­ber und­ir­rit­aði Regína Ás­valds­dótt­ir fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar samn­inga um snjómokst­ur við tvo verktaka.

Ann­ar­s­veg­ar vegna stofn- og tengi­brauta og hins­veg­ar vegna húsagatna og bíla­plana stofn­ana bæj­ar­ins. Ástæða þess að vetr­ar­þjón­ustu var skipt upp í tvö út­boð er að mis­mun­andi tæki og verktaka þarf til þess að sinna þjón­ust­unni.

Ís­lenska Gáma­fé­lag­ið mun sjá um vetr­ar­þjón­ustu stofn- og tengi­brauta í Mos­fells­bæ sam­kvæmt samn­ingn­um sem var und­ir­rit­að­ur og gild­ir fyr­ir árin 2024-2027 með mögu­leika á fram­leng­ingu um tvö ár, eitt ár í senn. Samn­ing­ur­inn er með bætt þjón­ustust­ig en frá fyrra út­boði er búið að bæta við fleiri göt­um við stofn- og tengi­braut­ir með ábend­ing­ar íbúa og stækk­un sveit­ar­fé­lags­ins að leið­ar­ljósi. Eins er ver­ið að auka fjölda tækja sem sinna þjón­ust­unni og sam­eina forg­ang 1 og 2 í forg­ang 1. Þetta þýð­ir að allri vinnu við mokst­ur stofn- og tengi­brauta ætti að vera lok­ið fyr­ir kl. 8:00 á morgn­ana.

Einn­ig voru und­ir­rit­að­ir snjómokst­urs­samn­ing­ar við Mal­bik­stöð­ina vegna vetr­ar­þjón­ustu húsagatna og bíla­plana stofn­ana. Samn­ing­arn­ir gilda fyr­ir árin 2024-2027 með mögu­leika á fram­leng­ingu um tvö ár, eitt ár í senn. Í þess­um samn­ing­um er einn­ig um þjón­ustu­aukn­ingu að ræða frá út­boði árs­ins 2019 þar sem ein­ung­is bíla­plön stofn­ana voru boð­in út, en í út­boði árs­ins 2024 voru húsa­göt­ur og bíla­plön boð­in út sam­an. Mik­il­vægt var að bjóða út hálku­vörn og mokst­ur helstu húsagatna þar sem ábend­ing­ar á liðn­um vetri voru á þá leið að bæta þyrfti þessa þjón­ustu við íbúa. Hálku­varn­ir og mokst­ur helstu húsagatna verða metn­ar hverju sinni af eft­ir­litsvakt og far­ið verð­ur í fyr­ir­byggj­andi að­gerð­ir og hálku­varn­ir þann­ig að snjór safn­ist ekki upp í húsa­göt­um og myndi klaka­brynj­ur en við­mið um snjómagn í húsa­göt­um sem mið­að­ist áður við 15 cm snjó­dýpt verð­ur nú mið­að við 10 cm snjó­dýpt. Í út­boði 2019 var gert ráð fyr­ir að fjög­ur tæki sinntu mokstri bíla­plana en í út­boði 2024 verð­ur gert ráð fyr­ir 6 tækj­um þar sem helstu húsa­göt­ur bæt­ast við ásamt Mos­fells­dal.

Þjón­ustu­stöð Mos­fells­bæj­ar sér um mokst­ur og hálku­eyð­ingu á öll­um stíg­um bæj­ar­ins og helstu  gang­stétt­um í hverf­um þar sem hægt er að koma því við. Allt stíga­kerfi bæj­ar­ins er í fyrsta for­gangi og er mið­að við að snjó og hálku­eyð­ingu sé lok­ið fyr­ir kl. 7:30. Sér­stök áhersla er lögð á allt stíga­kerfi til og frá skól­um og íþrótta­mann­virkj­um og einn­ig að svo­kall­að­ur sam­göngu­stíg­ur sé að öllu jöfnu alltaf fær hjólandi og gang­andi um­ferð.

Vinn­an við út­boð vetr­ar­þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar var unn­in með það að leið­ar­ljósi að tryggja áfram góða vetr­ar­þjón­ustu og bæta þjón­ustu í helstu húsa­göt­um bæj­ar­ins i sam­ræmi við ábend­ing­ar íbúa.

Upp­lýs­ing­ar um vetr­ar­þjón­ustu í Korta­sjá verða upp­færð­ar á næst­unni í sam­ræmi við þess­ar breyt­ing­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00