Það hefur komið fram í fréttum að Strætó varð fyrir netárás í desember 2021.
Þeir sem réðust á Strætó stálu viðkvæmum upplýsingum sem Strætó geymir um notendur akstursþjónustu fatlaðs fólks og eldri borgara. Upplýsingarnar eru frá árunum 2014 til 2021 og eru til dæmis nöfn, kennitölur og sérþarfir notenda.
Þeir sem gerðu árásina hafa ekki birt þær upplýsingar sem þeir stálu en þeir vilja að Strætó borgi þeim peninga til að þeir birti ekki upplýsingarnar. Lögreglan er núna að rannsaka þessa netárás.