Mosfellsbær auglýsir til úthlutunar þrjár atvinnuhúsalóðir við Desjamýri í Mosfellsbæ og fer úthlutun þeirra fram á grunni fyrirliggjandi úthlutunarskilmála.
Lágmarksverð jafngildir gatnagerðargjöldum af flatarmáli byggingarreits. Heimilt er að byggja millihæð að leyfilegu heildar byggingarmagni samkvæmt deiliskipulagi og yrði greiðsla fyrir það innheimt í samræmi við gjaldskrá Mosfellsbæjar.
Um er að ræða atvinnuhúsalóðir við Desjamýri númer 11, 12 og 13.
Tilboð í lóðirnar skulu berast Mosfellsbæ eigi síðar en í lok dags 7. júlí 2020 og verða móttekin með rafrænum hætti á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Lóðir í suðurhlíðum Helgafells - Umsóknarfrestur til 19. júní 2024
Lóðir í suðurhlíðum Helgafells
Mosfellsbær hefur opnað fyrir úthlutun lóða í Helgafellshverfi. Í boði eru 50 lóðir við Úugötu þar sem gert er ráð fyrir 30 einbýlishúsum, átta parhúsum (16 íbúðir) og einu fjögurra eininga raðhúsi.
Úthlutun lóða við Fossatungu og Langatanga lokið