Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. apríl 2018

Ás­björn Þor­varð­ar­son eða Ási eins og flest­ir Mos­fell­ing­ar þekkja hann, lauk störf­um sem bygg­ing­ar­full­trúi Mos­fells­bæj­ar þann 27. apríl.

Hann hóf störf hjá Mos­fells­sveit í byrj­un ág­úst 1982 og gegndi því starfi bygg­ing­ar­full­trúa í rétt tæp­lega 36 ár. Þeg­ar hann hóf störf voru íbú­ar lið­lega 2.000 en þeir nálg­ast nú 11.000.

Hald­ið var kveðju­sam­sæti í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar að því til­efni og tóku þar til máls auk hans þau Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri, Bryndís Har­alds­dótt­ir, formað­ur skipu­lags­nefnd­ar og Bjarki Bjarna­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar og formað­ur um­hverf­is­nefnd­ar.

Ás­björn þakk­aði fyr­ir sam­starf­ið og sagði að þessi ár hjá Mos­fells­bæ hefðu ver­ið góð og að lyk­ill­inn að ár­angri væri að hafa ávallt í huga að öll mál hafa á sér marg­ar hlið­ar. Lausn verk­efna á flóknu sviði, eins og bygg­inga­málin geta ver­ið, ráð­ist því af lausnamið­aðri nálg­un, þekk­ingu á gild­andi regl­um og get­unni til að þróa og út­færa far­sæla nið­ur­stöðu í sátt. Slíkt sé ávallt verk­efni fleiri en eins ein­stak­lings og hann hafi ávallt unn­ið með góðu fólki.

Mos­fells­bær þakk­ar Ása fyr­ir far­sæl og góð störf í þágu Mos­fell­inga og ósk­ar hon­um og fjöl­skyldu hans alls hins besta.

Ás­björn Þor­varð­ar­son og Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00