Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. febrúar 2015

Hand­verk­stæð­ið Ás­garð­ur var til­nefnt til Hvatn­ing­ar­verð­launa ÖBÍ 2013 í flokki fyr­ir­tækja/stofn­ana.

Alls bár­ust 48 til­nefn­ing­ar um 39 að­ila. Eft­ir­tald­ir hlutu til­nefn­ingu.

Ein­stak­ling­ar:

  • Anna Karólína Vil­hjálms­dótt­ir, fyr­ir að hvetja fatlað fólk til að stunda fjöl­breytt­ar íþrótt­ir.
  • Mar­grét Norð­dahl, fyr­ir að tengja sam­an list­sköp­un fatl­aðra og ófatl­aðra með lista­há­tíð­inni List án landa­mæra.
  • Sig­urð­ur Hall­varðs­son, fyr­ir ein­stakt æðru­leysi og af­rek með göngu sinni frá Hvera­gerði til Reykja­vík­ur í því skyni að safna áheit­um fyr­ir Ljós­ið.

Fyr­ir­tæki/stofn­an­ir:

  • Ás­garð­ur, hand­verks­hús, fyr­ir að virkja sköp­un­ar­kraft ein­stak­linga við úr­lausn­ir á fjöl­breyti­leg­um verk­efn­um.
  • GÆS, kaffi­hús, fyr­ir að koma á fót og standa fyr­ir rekstri eig­in kaffi­húss og brjóta múra í vinnu­mál­um þroska­haml­aðra.
  • Orku­veita Reykja­vík­ur, fyr­ir þá stefnu að vera alltaf með fólk í vinnu sem gæti ekki starfað á al­menn­um vinnu­mark­aði án sér­staks bún­að­ar eða stuðn­ings sök­um fötl­un­ar.

Um­fjöllun/kynn­ing:

  • Fötlun og menn­ing: Ís­lands­sag­an í öðru ljósi, fyr­ir að varpa ljósi á flókn­ar birt­ing­ar­mynd­ir fötl­un­ar í ís­lenskri menn­ingu.
  • Regn­boga­börn fyr­ir verk­efn­ið sitt, fyr­ir­lestr­ar.is, sem opn­ar nýj­ar leið­ir við fræðslu með yf­ir­grips­mik­illi upp­lýs­inga­miðlun til al­menn­ings.
  • Sendi­herra­verk­efni, fyr­ir mark­vissa kynn­ingu á sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks á vernd­uð­um vinnu­stöð­um, í fram­halds­skól­um og í fé­lags­þjón­ustu um allt land.

Verð­laun­in hlutu:

  • Mar­grét M. Norð­dahl í flokki ein­stak­linga.
  • GÆS kaffi­hús í flokki fyr­ir­tækja/stofn­ana.
  • Sendi­herra­verk­efni í flokki um­fjöll­un­ar/kynn­ing­ar.

Vernd­ari verð­laun­anna er For­seti Ís­lands, Hr. Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00