Ásgarður handverkstæði hefur hlotið jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2010 fyrir að vinna ötullega að jafnréttismálum þannig að allir geti tekið þátt í starfseminni á jafnræðisgrundvelli, óháð kyni, fötlun eða öðru.
Ásgarður er handverkstæði fyrir fólk með þroskahömlun og hefur starfað frá árinu 1983 og eru starfsmenn um þrjátíu talsins.
Viðurkenningin var veitt á árlegum jafnréttisdegi Mosfellsbæjar sem haldinn var hátíðlegur þann 17. september síðastliðinn. Yfirskrift dagsins í ár var Ungt fólk og jafnrétti og var dagskráin að mestu leyti borin uppi af unglingum úr félagsmiðstöðinni Ból og nemendum í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar sem fjölluðu um jafnrétti.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var nú haldinn hátíðlegur í þriðja sinn en dagurinn er fæðingardagur Helgu Magnúsdóttur sem settist fyrst kvenna í stól oddvita í Mosfellsbæ fyrir um hálfri öld.
Kolbrún Þorsteinsdóttir, formaður fjölskyldunefndar, og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri veita starfsmönnum Ásgarðs jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2010.
Tengt efni
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 – framlengdur umsóknarfrestur
Velferðarnefnd, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar, auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023
Velferðarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Áframhaldandi samstarf við Ásgarð
Í dag var skrifað undir áframhaldandi samning milli Ásgarðs handverkstæðis og Mosfellsbæjar um hæfingartengda þjónustu Ásgarðs til fatlaðra íbúa Mosfellsbæjar.