Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2022 var lagð­ur fram á fundi bæj­ar­ráðs í dag, mánu­dag­inn 3. apríl.

Rekst­ur árs­ins ber þess merki að verð­bólga fór hækk­andi með til­heyr­andi áhrif­um á verð­bæt­ur lána. Rekstr­arnið­ur­stað­an var nei­kvæð um 898 millj­ón­ir og vega þar þyngst verð­bæt­ur sem voru 808 m.kr um­fram áætlun.

Tekj­ur árs­ins námu alls 16.446 millj­ón­um, launa­kostn­að­ur 8.062 millj­ón­um, hækk­un líf­eyr­is­skuld­bind­inga 244 millj­ón­um og ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur var 6.724 millj­ón­ir og nem­ur fram­legð því 1.416 millj­ón­um. Af­skrift­ir voru 597 millj­ón­ir og nam rekstr­arnið­ur­staða fyr­ir fjár­magnsliði 819 millj­ón­um. Fjár­muna­tekj­ur, fjár­magns­gjöld og tekju­skatt­ur námu 1.718 millj­ón­um og var rekstr­arnið­ur­staða árs­ins því nei­kvæð um 898 millj­ón­ir. Veltufé frá rekstri var 1.233 millj­ón­ir eða 7,5% af tekj­um.

Rekst­ur mála­flokka gekk vel og var í góðu sam­ræmi við fjár­hags­áætlun. Árið ein­kennd­ist af mikl­um fram­kvæmd­um bæði til þess að geta tek­ið við fjölg­un íbúa og til að byggja frek­ar upp inn­viði sveit­ar­fé­lags­ins. Helstu fram­kvæmd­ir voru við gatna­fram­kvæmd­ir, end­ur­bæt­ur Kvísl­ar­skóla auk bygg­ing­ar íþrótta­húss í Helga­fells­hverfi. Þá voru fram­kvæmd­ir við ýms­ar stofn­an­ir bæj­ar­ins, sér í lagi leik- og grunn­skóla og við íþrótta­mann­virki.

Heims­far­ald­ur­inn setti svip sinn á rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins í upp­hafi árs­ins. Allt árið ein­kennd­ist af ört hækk­andi verð­bólgu sem leiddi til auk­ins rekstr­ar­kostn­að­ar og auk­ins kostn­að­ar vegna verð­bóta af lang­tíma­lán­um. Kostn­að­ur vegna verð­bóta nam 1.352 millj­ón­um eða 808 millj­ón­um meira en gert var ráð fyr­ir í fjár­hags­áætlun.

Eig­ið fé í árslok nam 6.765 millj­ón­um og eig­in­fjár­hlut­fall­ið er 23,5%. Skulda­við­mið er 104,4% og er því vel inn­an þess 150% há­marks sem kveð­ið er á um í lög­um.

Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar voru 13.470 þann 1. des­em­ber 2022 og fjölg­aði um 384 eða 2,9% frá fyrra ári. Mos­fells­bær er sem fyrr sjö­unda fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins og þar störf­uðu 848 starfs­menn í 712 stöðu­gild­um í árslok 2022.

Fræðslu- og upp­eld­is­mál eru um­fangs­mesti mála­flokk­ur­inn og til hans var var­ið 7.320 millj­ón­um eða 54,8% skatt­tekna. Til fé­lags­þjón­ustu var veitt 2.843 millj­ón­um eða 21,3% skatt­tekna og eru þar með talin fram­lög vegna mál­efna fatl­aðs fólks. Loks eru íþrótta- og tóm­stund­ar­mál þriðja um­fangs­mesta verk­efni bæj­ar­ins og til þeirra var ráð­stafað um 1.458 millj­ón­um eða 10,9% skatt­tekna.

Árs­reikn­ing­ur­inn verð­ur tek­inn til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn þann 12. apríl 2023 og gert er ráð fyr­ir því að seinni um­ræða í bæj­ar­stjórn fari fram þann 26. apríl.

„Við horf­um fram á bjarta tíma hér í Mos­fells­bæ en óneit­an­lega hef­ur verð­bólg­an haft mjög nei­kvæð áhrif á kostn­að við fjár­fest­ing­ar og við þurf­um að taka mið af því. Fjár­hag­ur­inn er þrátt fyr­ir það traust­ur og framund­an er mik­il upp­bygg­ing í nýj­um hverf­um, svo sem í 5. áfanga í Helga­fells­hverf­inu og mið­svæð­is í bæn­um auk nýs at­vinnusvæð­is í landi Blikastaða.“ seg­ir Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00