Arnar Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar.
Arnar er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, auk þess er hann með MPA próf í stjórnsýslufræðum frá University of Birmingham. Arnar hefur frá árinu 2009 starfað sem ráðgjafi og sérfræðingur á sviði stefnumótunar, stjórnunar og reksturs hjá Capacent.
Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar hefur yfirumsjón með samskiptum og upplýsingamiðlun fyrir Mosfellsbæ. Hann hefur yfirumsjón með stjórnsýslu bæjarins og ber ábyrgð á upplýsingagjöf, samhæfingu upplýsingamiðlunar sem og ímyndar- og kynningarmálum auk þess að taka þátt í stefnumótandi ákvörðunum og eftirfylgni því tengt.
Tengt efni
Stórt skref í stafrænni þjónustu á sviði skipulagsmála
Skipulagsgátt var opnuð með formlegum hætti 25. maí síðastliðinn.
Lausar stöður stjórnenda í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir stjórnendum sem búa yfir faglegum metnaði, frumkvæði og seiglu til þess að gera gott samfélag enn betra.
Frekari verkfallsaðgerðir 30. maí til 2. júní 2023
Hefðbundin starfsemi verður í öllum grunnskólum Mosfellsbæjar og ekki hafa verið boðaðar frekar verkfallsaðgerðir í grunnskólum.