Arnar Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar.
Arnar er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, auk þess er hann með MPA próf í stjórnsýslufræðum frá University of Birmingham. Arnar hefur frá árinu 2009 starfað sem ráðgjafi og sérfræðingur á sviði stefnumótunar, stjórnunar og reksturs hjá Capacent.
Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar hefur yfirumsjón með samskiptum og upplýsingamiðlun fyrir Mosfellsbæ. Hann hefur yfirumsjón með stjórnsýslu bæjarins og ber ábyrgð á upplýsingagjöf, samhæfingu upplýsingamiðlunar sem og ímyndar- og kynningarmálum auk þess að taka þátt í stefnumótandi ákvörðunum og eftirfylgni því tengt.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði