Arnar Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar.
Arnar er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, auk þess er hann með MPA próf í stjórnsýslufræðum frá University of Birmingham. Arnar hefur frá árinu 2009 starfað sem ráðgjafi og sérfræðingur á sviði stefnumótunar, stjórnunar og reksturs hjá Capacent.
Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar hefur yfirumsjón með samskiptum og upplýsingamiðlun fyrir Mosfellsbæ. Hann hefur yfirumsjón með stjórnsýslu bæjarins og ber ábyrgð á upplýsingagjöf, samhæfingu upplýsingamiðlunar sem og ímyndar- og kynningarmálum auk þess að taka þátt í stefnumótandi ákvörðunum og eftirfylgni því tengt.
Tengt efni
Upplýst samfélag - Alþjóðadagur fatlaðs fólks 3. desember
Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember ár hvert er kastljósinu beint að baráttu fatlaðs fólks og mikilvægu framlagi þess í samfélaginu.
Hinsegin fræðsla fyrir starfsfólk bæjarskrifstofu
Starfsfólki bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar var boðið upp á erindi frá Samtökunum ’78 sem bar yfirskriftina Hinsegin 101.
Mosfellsbær verður grænni og sjálfbærari
Umhverfissvið Mosfellsbæjar vinnur að umbreytingu tækja- og bílaflotans með það að markmiði að notast við umhverfisvæna orkugjafa sem samræmast umhverfisstefnu bæjarins.