Nú standa yfir árlegar heimsóknir Bæjarráðs Mosfellsbæjar í stofnanir sveitarfélagsins.
Reglubundnar heimsóknir bæjarráðs í stofnanir Mosfellsbæjar eru til þess ætlaðar að styrkja tengsl bæjarráðs við stofnanir og starfsmenn þeirra. Einnig er farið yfir áherslur í starfsemi stofnana, farið er yfir starfsáætlanir ársins og hvernig rekstur stofnana gengur.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segir að mikil jákvæði, bjartsýni og samheldni hafi einkennt viðmót stjórnenda og starfsfólks þrátt fyrir krefjandi aðstæður sem nú eru uppi. „Það er mikilvægt að bæjarráð kynnist starfsemi stofnana og að stjórnendur stofnana geti komið ábendingum og upplýsingum um rekstur þeirra beint til kjörinna fulltrúa með þessum hætti.“
Myndin er tekin í heimsókn bæjarráðs í Listaskóla Mosfellsbæjar. Frá vinstri: Björn Þráinn Þórðarson, framkvæmdastjóri menningarsviðs, Bryndís Haraldsdóttir bæjarfulltrúi, Herdís Sigurjónsdóttir, formaður bæjarráðs, Karl Tómasson bæjarfulltrúi, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi og Atli Guðlaugsson skólastjóri Listaskólans.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði