Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. desember 2022

Eins og fram hef­ur kom­ið mun á vor­mán­uð­um 2023 verða inn­leitt nýtt flokk­un­ar­kerfi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem fjór­um úr­gangs­flokk­um verð­ur safn­að við hvert heim­ili.

Tunnu­skipti hefjast í vor – eng­ar breyt­ing­ar við heim­ili um ára­mót.

Nokk­urs mis­skiln­ings hef­ur gætt með­al íbúa vegna þessa og hafa sum­ir tal­ið að tunnu­skipti muni hefjast strax í byrj­un næsta árs. Hið rétta í mál­inu er hins veg­ar að breyt­ing­ar á tunn­um íbúa, ef ein­hverj­ar verða, hefjast í fyrsta lagi í vor. Íbú­ar í Mos­fells­bæ þurfa ekki að gera nein­ar ráð­staf­an­ir þeg­ar tunnu­skipt­in koma til fram­kvæmda næsta vor nema að vera dug­leg­ir að flokka.

Með lög­um um hringrás­ar­hag­kerfi, sem taka gildi um ára­mót­in, verð­ur skylt að flokka heim­il­isúrg­ang í fjóra flokka við heim­ili: papp­ír, plast­umbúð­ir, líf­ræn­an úr­g­ang (mat­ar­leif­ar) og bland­að­an úr­g­ang.

Meg­in­markmið er að fjölga tunn­um hjá íbú­um eins lít­ið og hægt er og í flest­um til­fell­um verð­ur leit­ast við að koma tunn­um fyr­ir í því rými sem er þeg­ar til stað­ar við heim­ili. Þetta verð­ur stórt fram­fara­skref í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um en með­al ann­ars munu öll heim­ili fá tunnu fyr­ir mat­ar­leif­ar.

Hægt er að nálg­ast frek­ari upp­lýs­ing­ar um þetta verk­efni á flokk­um.is.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00