Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. desember 2020

Á sam­eig­in­leg­um fundi allra sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu föstu­dag­inn 11. des­em­ber sl. var tekin ákvörð­un um að fella nið­ur ára­móta­brenn­ur sem hafa ver­ið skipu­lagð­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Ákvörð­un­in var tekin í ljósi þess að fjölda­tak­mark­an­ir vegna sótt­varn­ar­að­gerða mið­ast við 10 manns og mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lög­in hvetji ekki til hópa­mynd­un­ar.

Það er ljóst að jól og ára­mót verða öðru­vísi hjá okk­ur í ár vegna COVID-19. Ára­móta­brenn­ur draga að sér fjölda fólks og vilja sveit­ar­fé­lög­in sýna ábyrgð í verki og af­lýsa því ára­móta­brenn­um í ár.

Við erum öll al­manna­varn­ir, höld­um áfram að vinna að því sam­an að fækka smit­um og kom­ast á betri stað en við erum í dag. Höld­um okk­ur við „jóla­kúl­urn­ar“ okk­ar og forð­umst mann­mergð. Við get­um gert þetta sam­an, sam­staða er besta sótt­varn­ar­að­gerð­in.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00