Á gamlárskvöld verður áramótabrenna haldin neðan Holtahverfis við Leirvoginn.
Mosfellsbær stendur fyrir brennunni í samstarfi við meistaraflokk karla hjá handknattleiksdeild Aftureldingar en kveikt verður í brennunni kl. 20:30.
Þrettándabrennan fer fram á sama stað laugardaginn 6. janúar 2024. Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorginu kl. 17:30. Skólahljómsveitin, Stormsveitin, Grýla, Leppalúði og fleiri verða á svæðinu. Mosfellsbær stendur fyrir brennunni og björgunarsveitin Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu að vanda.
Ljósmynd: Alexía Guðjónsdóttir
Tengt efni
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar