Appelsínugular og rauðar veðurviðvaranir eru í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið 5. og 6. febrúar 2025.
Spá fyrir höfuðborgarsvæðið
5. febrúar kl. 14:00 – 16:00
Sunnan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)
Sunnan 20-28 m/s, hvassast vestantil, en heldur hægari um tíma í kvöldið. Rigning, talsverð um tíma.
5. febrúar kl. 16:00 – 19:00
Sunnan rok eða ofsaveður (Rautt ástand)
Sunnan 28-33 m/s og hvassara í vindstrengjum. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra. Ekkert ferðaveður.
5. febrúar kl. 19:00 – 6. febrúar kl. 00:00
Sunnan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)
Sunnan 20-28 m/s, hvassast vestantil, en heldur hægari um tíma í kvöldið. Rigning, talsverð um tíma. Foktjón líklegt.
6. febrúar kl. 08:00 – 13:00
Suðvestan stormur eða rok (Rautt ástand)
Suðvestan 28-33 m/s og hvassara í vindstrengjum. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra. Ekkert ferðaveður.