Viðvörun vegna veðurs sem gefin var út fyrir höfuðborgarsvæðið hefur verið færð upp á appelsínugult og tekur gildi í hádeginu.
Spáð er vestan 20-28 m/s og vinhviður staðbundið 30-38 m/s. Hvassast vestast og búast má við miklum áhlaðanda. Einnig má búast við skúrum og síðar éljum með lélegu skyggni.
Í framhaldinu tekur við gul viðvörun sem er í gildi fram á kvöld. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.