Spár vegna óveðursins aðfaranótt mánudags eru nokkuð stöðugar og hefu viðvörunarstig verið hækkað á appelsínugult á öllu landinu.
Miklar líkur eru á foktjóni og ófærð og því er fólki ráðlagt að ganga vel frá lausa munum og er verktökum bent á að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum.
Spá fyrir höfuðborgarsvæðið
7. febrúar kl. 04:00-08:30 – Appelsínugul viðvörun
Suðaustan 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi en slyddu næst sjávarsíðunni. Hvassast í efri byggðum höfuðborgarvsæðisins og á Kjalarnesi. Miklar líkur á foktjóni og ófærð innan hverfa. Fólki er ráðlagt að ganga vel frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framvkæmdasvæðum.
7. febrúar kl. 02:00-04:00 – Gul viðvörun
Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu og skafrenningi. Talsverðar líkur á foktjóni og ófærð í íbúagötum.