Veðurstofa Íslands hefur fært viðvaranir upp á appelsínugult stig á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst samkvæmt spám.
Það viðrar illa til ferðalaga og er fólk hvatt til að huga að lausamunum.
Forsjáraðilar leggja ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í eða úr skóla vegna veðurs, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti forsjáraðilar aðstæður svo að ekki sé óhætt fyrir börn þeirra að sækja skóla skulu þeir tilkynna skólanum um það sem lítur þá á tilvikið sem eðlilega fjarvist. Sama gildir ef börn eða forsjáraðilar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.
Tengt efni
Hlákutíð framundan samkvæmt veðurspá
Samkvæmt veðurspá fer veður hlýnandi á næstu dögum og því líklega hlákutíð framundan.
Vetrarþjónusta
Siðustu vikur hafa bæði verktakar og starfsfólk þjónustustöðvar verið kölluð út nánast daglega til að sinna verkefnum tengdum snjómokstri eða hálkuvörnum og starfsmenn þjónustustöðvar verið á vaktinni allan sólahringinn.
Gul veðurviðvörun fram að hádegi 18. janúar 2024
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á gulri veðurviðvörun í nótt og fram að hádegi á morgun fimmtudaginn 18. janúar 2024.