Veðurstofa Íslands hefur spáð fyrir um appelsínugula viðvörun fyrir þriðjudaginn 10. desember.
Gert er ráð fyrir norðan stormi eða roki sem flokkast sem appelsínugult ástand samkvæmt viðvörunarkerfi veðurstofunnar.
10 des. kl. 16:00 – 11 des. kl. 07:00
Gengur í norðan storm eða rok, 20-28 m/s. Hvassast vestantil í borginni, á Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Samgöngutruflanir eru líklegar á meðan veðrið gengur yfir og truflanir á flugsamgöngum. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni.