Anna Valdís Einarsdóttir, fimleikakona úr Aftureldingu, varð um síðastliðna helgi Íslandsmeistari í almennum fimleikum á Íslandsmeistaramóti sem haldið var í Keflavík.
Anna Valdís sigraði mótið, varð stigahæst keppenda í 4. flokki og í öðru sæti var vinkona hennar úr Aftureldingu, Birta Jónsdóttir. Mosfellsbær óskar þessum frábæru íþróttakonum og aðstandendum þeirra hjartanlega til hamingju með sigurinn.
Alls komust 5 stúlkur úr Aftureldingu áfram á Íslandsmeistaramótið, Móey Pála Rúnarsdóttir, Brynja Hjaltadóttir og Selma Rún Jóhannesdóttir. Þær stóðu sig allar frábærlega á mótinu. Þessar stúlkur munu allar taka þátt í fyrsta hópfimleikamóti vetrarins sem haldið verður á Selfossi um næstu helgi.
Alls komust 5 stúlkur úr Aftureldingu áfram á Íslandsmeistaramótið, þær Anna Valdís Einarsdóttir, Birta Jónsdóttir, Móey Pála Rúnarsdóttir, Brynja Hjaltadóttir og Selma Rún Jóhannesdóttir.
Tengt efni
Mosfellingur tvöfaldur heimsmeistari
Benedikt Ólafsson 19 ára Mosfellingur var valinn úr stórum hópi Landsliðs Íslands í hestaíþróttum til að taka þátt í Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Hollandi í sumar.
Borðtennisfélag Mosfellsbæjar kynnt á bæjarhátíð
Nýstofnað Borðtennisfélag Mosfellsbæjar stóð fyrir opnu húsi í gær þann 24. ágúst 2023 sem hluta af dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar Íslandsmeistari golfklúbba
Kvenna- og karlasveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar tóku þátt í Íslandsmóti Gólfklúbba um síðastliðna helgi, liðin stóðu sig stórkostlega og urðu bæði Íslandsmeistarar.