Anna Valdís Einarsdóttir, fimleikakona úr Aftureldingu, varð um síðastliðna helgi Íslandsmeistari í almennum fimleikum á Íslandsmeistaramóti sem haldið var í Keflavík.
Anna Valdís sigraði mótið, varð stigahæst keppenda í 4. flokki og í öðru sæti var vinkona hennar úr Aftureldingu, Birta Jónsdóttir. Mosfellsbær óskar þessum frábæru íþróttakonum og aðstandendum þeirra hjartanlega til hamingju með sigurinn.
Alls komust 5 stúlkur úr Aftureldingu áfram á Íslandsmeistaramótið, Móey Pála Rúnarsdóttir, Brynja Hjaltadóttir og Selma Rún Jóhannesdóttir. Þær stóðu sig allar frábærlega á mótinu. Þessar stúlkur munu allar taka þátt í fyrsta hópfimleikamóti vetrarins sem haldið verður á Selfossi um næstu helgi.
Alls komust 5 stúlkur úr Aftureldingu áfram á Íslandsmeistaramótið, þær Anna Valdís Einarsdóttir, Birta Jónsdóttir, Móey Pála Rúnarsdóttir, Brynja Hjaltadóttir og Selma Rún Jóhannesdóttir.