Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. október 2018

Íbú­ar í Ála­fosskvos hafa tek­ið sig sam­an í sam­starfi við Mos­fells­bæ og tek­ið í notk­un svo­kall­að­an Sam­fé­lags­garð efst í Kvos­inni.

Garð­ur­inn er hugs­að­ur fyr­ir íbú­ana til að rækta sitt eig­ið græn­meti og vera sam­an úti í nátt­úr­unni. Garð­ur­inn er hring­laga og hef­ur hver íbúi sína sneið til rækt­un­ar.„Sam­fé­lags­leg­ur ávinn­ing­ur af verk­efni sem þessu get­ur ver­ið tölu­verð­ur, seg­ir Guð­rún Ólafs­dótt­ir íbúi í Kvos­inni. „Garð­ur­inn mun auka tengsl okk­ar við nátt­úr­una og sam­vinnu íbú­anna ásamt því að auka sam­veru fjöl­skyld­unn­ar. Börn­in okk­ar læra í verki að virða og njóta nátt­úr­unn­ar og rækta sína eig­in nær­ingu.“

Í anda heilsu­efl­andi sam­fé­lags

Íbú­arn­ir í Ála­fosskvos leit­uðu til Mos­fells­bæj­ar þar sem svæð­ið er í eigu bæj­ar­ins. „Okk­ur fannst þetta í anda Heilsu­efl­andi sam­fé­lags, stuðl­ar að góð­um sam­skipt­um, hvet­ur fólk til að borða hollt og rækta lík­ama og sál,“ seg­ir Berg­lind, einn af rækt­end­un­um.Svæð­ið sem var áður þak­ið lúpínu hent­ar einkar vel til rækt­un­ar, sól­rík­ur blett­ur og skjól­sælt er úr öll­um átt­um. Mos­fells­bær að­stoð­aði við að stand­setja rækt­un­ar­svæð­ið og út­veg­aði mold. Þá var Jón Júlí­us hjá Garð­mönn­um og íbúi í Kvos­inni lið­tæk­ur og lagði sitt af mörk­um.

Þjapp­ar íbú­un­um sam­an

Íbú­arn­ir segjast mjög þakk­lát­ir fyr­ir hversu vel bær­inn tók í hug­mynd­ina og þá að­stoð sem þeir fengu. Nafn­ið Sam­fé­lags­garð­ur kom til vegna hversu mik­ið hann ger­ir fyr­ir sam­fé­lag­ið og þjapp­ar íbú­um sam­an. „Svo dreym­ir okk­ur auð­vitað um að svona verði í hverju ein­asta hverfi bæj­ar­ins, að íbú­ar rækti græn­met­ið sitt, kannski með nokkr­ar hæn­ur og svona,“ segja ánægð­ir sam­fé­lags­þegn­ar í Kvos­inni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00