Álagningarseðlar fasteignagjalda eru birtir rafrænt á island.is og þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Fasteignagjöld skiptast á tíu gjalddaga frá 1. febrúar til 1. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga við vanskil. Sé heildar fjárhæð fasteignagjalda fyrir árið 2024 undir kr. 40.000 er einn gjalddagi þann 1. febrúar.
Fasteignagjöld má greiða í banka, netbanka eða með boðgreiðslum á greiðslukort.
Afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega er reiknaður sjálfkrafa í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Ríkisskattsstjóra. Það þarf því ekki að sækja um afsláttinn sérstaklega.
Sjá reglur og skilyrði afsláttar:
Þjónustuver Mosfellsbæjar veitir nánari upplýsingar.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði