Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. ágúst 2024

Góða skemmt­un!

Þriðju­dag­ur 27. ág­úst

14:00 Haust­blóma­sýn­ing Garð­yrkju­deild­ar
Garð­yrkju­deild Mos­fells­bæj­ar hefst handa við að setja upp haust­blóma­sýn­ingu í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar.

17:00-20:00 Perlað með Krafti
Kraft­ur kem­ur í Hlé­garð og perl­ar arm­bönd með Aft­ur­eld­ingu og Mos­fell­ing­um. Kraft­ur er stuðn­ings­fé­lag fyr­ir ungt fólk sem greinst hef­ur með krabba­mein.

18:00 Prjóna­skreyt­ing­ar
Kven­fé­lag Mos­fells­bæj­ar skreyt­ir asp­irn­ar við Há­holt í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar með hand­verki. Íbú­ar geta tek­ið þátt og kom­ið með það sem þeir eru með á prjón­un­um.


Mið­viku­dag­ur 28. ág­úst

14:00-16:00 Kynn­ing fyr­ir eldri borg­ara
Kynn­ing­ar­fund­ur í Hlé­garði um þá þjón­ustu sem stend­ur til boða í sveit­ar­fé­lag­inu. Þjón­ustu­að­il­ar með kynn­ing­ar­bása og heitt á könn­unni.

16:30-17:30 Uppskeruhátíð sumarlesturs í Bókasafninu
Eftir frábært lestrarsumar fögnum við lestrarhetjum bæjarins með uppskeruhátíð. Blaðrarinn stýrir blöðrusmiðju sem hefst kl. 16:30. Best er að vera með frá byrjun. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

18:00 Hundahlaup
Hundahlaupið er opið öllum. Farin verður sérstaklega falleg hlaupaleið sem hefst við flötina fyrir neðan Reykjalund. Svæðið opnar kl. 16:00, sameiginleg upphitun hefst kl. 17:30 og hlaupið ræst kl. 18:00. Í boði er annars vegar 5 km tímataka og hins vegar 2 km skemmtiskokk.

19:00-20:30 Ball í Hlé­garði fyr­ir 5.-7. bekk­
Í tún­inu heima ball í Hlé­garði. Dj Ari heldur uppi stuðinu. 1.000 kr. inn.

21:00-23:00 Ung­linga­ball í Hlé­garði fyr­ir 8.-10. bekk
Í tún­inu heima há­tíð­ar­ball á veg­um fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar Bóls­ins. Herra Hnetusmjör og dj Bjarni K. 2.000 kr. inn.

20:00 Tón­leikar í Lága­fells­kirkju
Tónleikar með Elínu Hall í Lágafellskirkju. Reynir Snær Magnússon spilar með á gítar. Ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir.

21:00 Há­tíð­ar­bingó í Bank­an­um
Bingó full­orðna fólks­ins í Bank­an­um með stór­glæsi­leg­um vinn­ing­um að vanda. Bingó­stjóri: Hilm­ar Mos­fell­ing­ur.


Fimmtu­dag­ur 29. ág­úst

Íbú­ar skreyta hús og göt­ur í hverf­islit­um:

  • Gul­ur: Hlíð­ar, Höfð­ar, Tún og Mýr­ar
  • Rauð­ur: Tang­ar, Holt og Mið­bær
  • Bleik­ur: Teig­ar, Krik­ar, Lönd, Ásar, Tung­ur og Mos­fells­dal­ur
  • Blár: Reykja- og Helga­fells­hverfi

10:00-18:00 Út­varp Mos­fells­bær
FM 106,5 og í Spil­ar­an­um. Út­send­ing frá Hlégarði. Um­sjón: Ástrós Hind Rún­ars­dótt­ir og Tanja Rasmus­sen.

16:30 Sápubolti við Hlégarð
Félagsmiðstöðin Ból stendur fyrir Sápubolta á túninu við Hlégarð. 4-6 saman í liði. Frítt að taka þátt fyrir alla Mosfellinga, óháð aldri. Skráning liða sendist á bolid@mos.is eða í gegnum Instagram @bolid270

17:00 Há­tíð­ar­dagskrá í Hlé­garði og setning bæjarhátíðar

  • Um­hverf­is­nefnd veit­ir um­hverfis­við­ur­kenn­ing­ar Mos­fells­bæj­ar 2024, veittar verða viðurkenningar fyrir garð ársins, fallega garða, tré ársins og íbúaátak.
  • Mos­fells­bær heiðr­ar starfs­fólk sem á 25 ára starfsaf­mæli
  • Út­nefn­ing bæj­arlista­manns Mos­fells­bæj­ar 2024
  • Hljómsveitin Piparkorn leikur
  • Heitt á könn­unni og öll vel­komin

17:00-19:00 Opnun listasýningar – Bæjarás 2
Myndlistarsýningin „Það sem ég sé” eftir Hólmfríði Ólafsdóttur opnar í bílskúrnum í Bæjarási 2.

17:00-22:00 Sund­laug­ar­kvöld
Húll­um­hæ og frítt í Lága­fells­laug. Blaðr­ar­inn gleð­ur börn­in kl. 18-20. Dj Bald­ur held­ur uppi stuð­inu. Halla Hrekkjusvín og Solla Stirða úr Latabæ kl. 18. Aqua Zumba kl. 19. Wipeout-braut opin fyr­ir yngri krakka kl. 17-18 og fyr­ir þá eldri kl. 18-21. Ís í boði.

17:00 Gengið á Reykjaborg
Ævar Aðalsteinsson Mosverji býður í göngu á Reykjaborg. Lagt verður af stað frá Hafravatnsrétt kl. 17. Gengið verður að Borgarvatni og á Reykjaborg. Skemmtileg ganga þar sem stikaðar gönguleiðir Mosfellsbæjar verða kynntar.

­18:00 Fella­hring­ur­inn
Ræst frá Varmá kl. 18:00. Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo mögulega hringi, litla 15 km og stóra 30 km.

19:30 Sögu­ganga
Bjarki Bjarnason leiðir sögugöngu um stríðsminjaslóðir. Mæting á bílastæðinu norðan við Helgafell kl. 19:30. Gengið verður á Helgafell og í áttina að Köldukvísl þar sem stórt sjúkrahús var reist á stríðsárunum. Öll velkomin.

20:00 Bíla­klúbbur­inn Krú­ser
Bíla­klúbbur­inn Krú­ser safn­ast sam­an á bíla­plan­inu við Kjarna. Til­val­ið að kíkja á flott­ar dross­í­ur og klass­íska bíla frá lið­inni tíð. Fjöldi glæsi­vagna á svæð­inu ef veð­ur leyf­ir og er heima­fólk hvatt til að mæta.

20:00 Laddi í Hlé­garði
Þjóðargersemin Laddi heldur sína fyrstu tónleika ásamt hljómsveit í Hlégarði. Lögin sem Laddi hefur samið og sungið í gegnum tíðina skipta tugum ef ekki hundruðum. Miðasala á tix.is

20:00 Byggðarholt 5 – Mosfellingar bjóða heim
Heiða Árnadóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson flytja lög eftir franska tónskáldið Michel Legrand. Lögin verða flutt á íslensku og eru textar eftir Árna Ísaksson og Braga Valdimar Skúlason.


Föstu­dag­ur 30. ág­úst

07:30 Mos­fells­bak­arí
Mosfellsbakarí verður opið virka daga frá kl. 7:30-17:30, 8:00-16:00 á laugardeginum og 8:30-16:00 á sunnudeginum. Heitar vöfflur verða til sölu um helgina, auk bakkelsis í hverfalitunum.

10:00-18:00 Út­varp Mos­fells­bær
FM 105,6 og í Spil­ar­an­um. Út­send­ing frá Hlégarði. Um­sjón: Ástrós Hind Rún­ars­dótt­ir og Tanja Rasmus­sen.

10:00 og 11:00 Söngvasyrpa Lottu
Elsta ár­gangi leik­skól­anna í Mos­fells­bæ er boð­ið á leik­sýn­ingu í bóka­safn­inu. Leik­hóp­ur­inn Lotta flyt­ur söngvasyrpu sem er stút­full af sprelli, fjöri og söng. Dagskrá í sam­starfi við leik­skól­ana.

12:00-20:30 Kjúlla­garð­ur­inn
Mat­ur, drykk­ir og af­þrey­ing fyr­ir öll við Hlégarð. Kjúllabarinn, handboltaborgarar frá UMFA, matarvagnar frá Götubitanum, veltibíllinn og leiktæki frá Köstulum á sínum stað. Til­val­ið stopp fyr­ir skrúð­göngu og brekku­söng.

15:00-18:00 Myndlistarsýning Bæjarás 2
Sýningin „Það sem ég sé” eftir Hólmfríði Ólafsdóttur í bílskúrnum í Bæjarási 2.

16:00 Ævintýragarðurinn
Formleg opnun hjólagarðsins Flækjunnar og nýuppfærðs frisbígolfvallar.

16:00-18:00 Opið í Þjón­ustu­stöð
Opið hús og kynn­ing á starf­semi Þjón­ustu­stöðv­ar Mos­fells­bæj­ar að Völu­teig 15. Margt að skoða. Boð­ið upp á grill­að­ar pyls­ur, kaffi og klein­ur.

16:00-20:00 Opið hús listamanna í Álafosskvos
Opnun á sýningunni RÁM eftir Svanlaugu Aðalsteinsdóttur og opin vinnustofa Sig­fríð­ar Lár­us­dótt­ur, Lár­usar Þórs Pálma­sonar og Alrúnar Aspar Herudóttur að Ála­foss­vegi 23, 4. hæð (lyfta á gafli húss­).

17:00-19:00 Glíma á Hlégarðstúni
Glímufélag Reykjavíkur býður öllum að koma og taka þátt eða fylgjast með glímu­æfingu. Það geta allir komið og kynnt sér krakkaglímuna og grunnnámskeið fullorðinna sem verður á dagskrá í haust.

18:30 Afturelding – Njarðvík
Afturelding tekur á móti Njarðvík í Lengjudeild karla. Heimaleikur á Malbikstöðinni.

19:00-23:00 Kaffihús Mosverja
Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar verð­ur með kaffi­hús í Skál­an­um í Ála­fosskvos. Rjúkandi heitt kakó eða kaffi ásamt ýmsu góðgæti.

19:00-22:00 Súpu­veisla Frið­riks V og vina í Ála­fosskvos
Mat­reiðslu­meist­ar­inn Frið­rik V og vinir galdr­a fram kraft­mikla kjötsúpu ásamt ljúffengri fiskisúpu og dásemdar vegansúpu. All­ur ágóði fer til endurbóta á skáta­heim­ili Mosverja.

19:30-22:00 Úti­mark­að­ur í Ála­fosskvos
Mark­aðstjöld full af fjöl­breytt­um varn­ingi.

20:15 Íbú­ar safn­ast sam­an á Mið­bæj­ar­torgi
Gul­ir, rauð­ir, bleik­ir og blá­ir. Öll hvött til að mæta í lopa­peysu. Skrúð­göng­ur leggja af stað kl. 20:30. Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð­ur leið­ir göng­una með vösk­um fák­um. Göngu­stjór­ar frá Leik­fé­lagi Mos­fells­sveit­ar.

21:00-22:30 Ullarpartý í Ála­fosskvos
Brekku­söng­ur og skemmti­dagskrá. Aron Can og VÆB bræður hita upp brekkuna. Björgunarsveitin Kyndill kveik­ir á blys­um. Hilm­ar Gunn­ars og Gústi Linn stýra brekku­söng.

22:00-02:00 Mosópartý með Dr. Victori og Mosó All Stars
Kjúllinn kynnir: Old School Mosó Partý í Hlégarði – Sannkölluð lókal þvæla. Dr. Victor og Slææ þeyta skífum og nokkrir af okkar hressustu Mosfellingum taka gestasett. Forsala á Midix.is.

23:00 Herbert Guðmunds í Bankanum
Herbert Guðmunds og Gummi Hebb gera allt tryllt í Bankanum. Dj Geir Flóvent spilar fyrir og eftir. Frítt inn.


Laug­ar­dag­ur 31. ág­úst

  • Frítt í Varmár­laug
  • Frítt á Gljúfra­stein
  • Tív­olí við Mið­bæj­artorg alla helg­ina (að­göngu­mið­ar seld­ir á staðn­um)

8:00-20:00 Golf­klúbbur Mosfellsbæjar
Tveir fyr­ir einn af vall­ar­gjaldi á golf­vell­in­um í Bakka­koti í Mos­fells­dal um helg­ina.

9:00-17:00 Íþrótta­svæð­ið á Tungu­bökk­um
Fót­bolta­mót Aft­ur­eld­ing­ar og Gæðabaksturs, 6. og 7. flokk­ur karla og kvenna.

9:00-16:00 Tinda­hlaup­ið
Nátt­úru­hlaup sem hefst í Fellinu við Íþróttamið­stöð­ina að Varmá. Ræst verð­ur í tveim­ur rás­hóp­um, 5 og 7 tind­ar kl. 9:00, 1 tind­ur og 3 tind­ar kl. 11:00. Fjór­ar vega­lengd­ir í boði, 7 tind­ar (38 km), 5 tind­ar (34 km), 3 tind­ar (19 km) og 1 tind­ur (12 km). Tinda­hlaup Mos­fells­bæj­ar er í boði Nettó.

9:30 KB Iceland – Engjavegur 12
Opin útiæfing hjá Kettlebells Iceland á Engjavegi. Ketilbjöllur og þrautasprikl.

10:00-14:00 Kaffisæti Dalatangi 10
Kaffisæti býður upp á ekta ítalskt kaffi og með því til styrktar Krafti. Kraft­ur er stuðn­ings­fé­lag fyr­ir ungt fólk sem greinst hef­ur með krabbamein.

10:00-18:00 Út­varp Mos­fells­bær
FM 106,5 í og í Spil­ar­an­um. Um­sjón: Ástrós Hind Rúnarsdóttir og Tanja Rasmus­sen.

10:00-17:00 Frítt á Gljúfra­stein
Um þessar mundir fagnar Gljúfra­steinn – hús skálds­ins 20 ára afmæli sem safn. Af því tilefni verður frítt inn á safnið um helgina. Gljúfra­steinn var heim­ili og vinnu­stað­ur Hall­dórs Lax­ness og fjöl­skyldu hans um hálfr­ar ald­ar skeið.

11:00-14:30 Þríþrautarbraut ársins í fimleikasalnum í Varmá
Fimleikadeild Aftureldingar setur upp flottar þríþrautarbrautir í fimleikasalnum í íþróttahúsinu að Varmá. Í boði verða tvær brautir, ein fyrir 7 ára og yngri, hin fyrir 8 ára og eldri. Hleypt er inn á heila og hálfa tímanum, 20 mínútur í senn. Kostar 1.000 kr. til fjáröflunar á betri búnaði fyrir deildina.

11:00-16:00 Loppumarkaður
Loppumarkaður í Kjarna. Taktu þátt í gleðinni og bókaðu pláss. Athugið að þátttakendur þurfa að útvega borð, stóla o.þ.h.

11:00-17:00 Hús­dýra­garð­ur­inn á Hraðastöðum
Geit­ur, hestar, kett­ling­ar, grísir, kálf­ur, hæn­ur, kan­ín­ur, naggrís­ir og mörg önn­ur hús­dýr á Hraða­stöð­um í Mos­fells­dal. Að­gang­ur: 1.200 kr., frítt fyrir 2 ára og yngri.

11:00-17:00 Kaffihús Mosverja
Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar verð­ur með kaffi­hús í Skál­an­um í Ála­fosskvos. Rjúkandi heitt kakó eða kaffi ásamt ýmsu góðgæti.

11:30-16:00 Súpu­veisla Frið­riks V og vina í Ála­fosskvos
Mat­reiðslu­meist­ar­inn Frið­rik V og vinir galdr­a fram kraft­mikla kjötsúpu ásamt ljúffengri fiskisúpu og dásemdar Tex-Mex-súpu. All­ur ágóði fer til endurbóta á skáta­heim­ili Mosverja.

12:00 Barna­skemmt­un á Hlé­garðstúni
Sirkussýning og húllafjör. Mikilvæg mistök er eins manns sirkussýning fyrir leikskólaaldur. Í sýningunni er notast við sirkusáhöld sem börnin tengja við eins og bolta, kubba og sápukúlur. Húlladúllan býður upp á stutta fjölskylduskemmtun og svo skellir hún í heljarinnar húllafjör þar sem við húllum öll saman. Frír aðgangur.

12:00 Hópakst­ur um Mos­fells­bæ
Fergu­son­fé­lag­ið stend­ur fyr­ir hópakstri drátt­ar­véla og forn­bíla. Lagt af stað frá Tungu­bakkaflug­velli og keyrt um bæ­inn.

12:00-14:00 Opin vinnustofa hjá Listapúkanum
Listapúkinn og fyrrum bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Þórir Gunnarsson býður gestum í heimsókn á vinnustofu sína í Kjarna. Listapúkinn tekur vel á móti gestum á efri hæð gömlu heilsugæslunnar.

12:00-16:00 Verslun Ásgarðs
Ásgarður handverkstæði veitir fötluðum einstaklingum vinnu og þjónustu. Í verslun Ásgarðs má til dæmis finna falleg tréleikföng, skrautmuni, töskur og veski og ýmsar vörur fyrir heimilið.

12:00-16:00 Úti­mark­að­ur í Ála­fosskvos
Mark­aðstjöld full af fjöl­breytt­um varn­ingi og ýms­ar uppá­kom­ur á sviði.

  • 12:30 Daníel Moss
  • 13:00 Rokkbál
  • 13:30 Dúettinn Gleym mér ei
  • 14:00 Nóri
  • 14:30 Ísak Dagur

12:00-17:00 Wings and Wheels – Tungu­bakka­flug­völl­ur
Fornbílar, flugvélar og dráttarvélar verða til sýnis. Kl. 13:30 fer fram glæsilegt listflug. Stórsveit Íslands ásamt söngvurunum Viggu Ásgeirsdóttur, Ara Jónssyni og Davíð Ólafssyni verður með tónleika á staðnum kl. 14:30 og aftur kl. 15:30.

13:00-19:00 Leiktæki við Hlégarð – Ath. aflýst vegna veðurs
Leiktæki frá Kastalar leiktækjaleiga.

13:00 Lista­manna­spjall í Lista­sal Mosfellsbæjar
Ólöf Björg Björnsdóttir býður gesti velkomna í létt spjall og leiðsögn í tengslum við sýningu sína Smávægilegar endurfæðingar í Listasal Mosfellsbæjar.

13:00-15:00 Brúarland
Öll velkomin að kíkja og sjá nýju heimkynni félagsstarfsins og FaMos. Hlökkum til að sjá sem flesta í þessu fallega sögufræga húsi. Kaffi á könnunni.

13:00-14:00 Hesta­fjör
Teymt und­ir börn­um í boði Hesta­mennt­ar. Ath. breytingu á staðsetningu: Viðburðurinn fer fram í reiðhöll Harðar.

13:00-17:00 Myndlistarsýning Bæjarás 2
Sýningin „Það sem ég sé” eftir Hólmfríði Ólafsdóttur í bílskúrnum í Bæjarási 2.

13:00 Gallerí Hvirfill í Mosfellsdal
Bjarki Bjarnason rithöfundur les upp úr splunkunýrri skáldsögu sem heitir Gröf minninganna. Bókin verður til sölu á staðnum á sérstöku bæjarhátíðarverði.

13:00-17:00 Karl­ar í skúr­um Mos­fells­bæ – Hand­verks­sýn­ing
Opið hús að Skála­hlíð 7A, Litla­hlíð, á svæði Farsældartúns (áður Skála­túns). Margs kon­ar verk til sýn­is. Út­skurð­ur, tálg­un, renn­ismíði, mód­el­smíði, flugu­hnýt­ing­ar o.fl. Kom­ið og fræð­ist um starf­sem­ina. Kaffi og með­læti.

13:00-16:00 Bílskúrssala í Barrholti 5
Ýmislegt til sölu og margt að sjá.

13:00 Stöllurnar bjóða heim á Suðurá í Mosfellsdal
Kvennakórinn Stöllur flytur nokkur falleg íslensk lög við bæinn Suðurá í Mosfellsdal.
Keyrt upp Þingvallaveginn og inn fjórða afleggjara til hægri, Reykjahlíðarveg, inn í enda og yfir brúna.

14:00-16:00 Klifurveggur við skátaheimilið – Ath. aflýst vegna veðurs
Sigraðu vegginn og láttu þig síga rólega niður. 8 metra hár veggurinn er áskorun fyrir börn á öllum aldri.

14:00-18:00 Opið hús lista­fólks í Ála­fosskvos
Ólöf Björg Björns­dótt­ir mynd­list­ar­kona fagnar list­inni í Kvos­inni með vinnu­stofu­sýn­ingu að Ála­foss­vegi 23, 3. hæð. Leið­sögn kl. 15 og 17. Ver­ið hjart­an­lega vel­komin og njót­ið lista, gleði og sam­veru.

14:00-17:00 Opnar vinnustofur og sýning í Álafosskvos
Sýningin RÁM eftir Svanlaugu Aðalsteins­dóttur og opin vinnustofa Sig­fríð­ar Lár­us­­dótt­ur, Lár­usar Þórs Pálma­sonar og Alrúnar Aspar Herudóttur að Ála­foss­vegi 23, 4. hæð (lyfta á gafli húss).

14:00-17:00 Textíl Barinn – Bjartahlíð 23
Textíl Barinn verður formlega opnaður með opnunarskál. Sýning á textílverkum og vörur Textíl Barsins til sölu. Hvað ertu með á prjónunum? Taktu það með.
Léttar veigar og ljúfir tónar í boði.

14:00 Afturelding – HK
Afturelding tekur á móti HK í Lengjudeild kvenna. Heimaleikur á Malbikstöðinni að Varmá kl. 14:00.

14:00-17:00 Hótel Laxnes
Opið hús á Hótel Laxnesi og innlit í svítuna. Kaffi og kleinur á Ásláki sveitakrá.

14:00-16:00 Kjúk­linga­festi­val
Stærstu kjúk­linga- og mat­væla­fram­leið­end­ur lands­ins kynna af­urð­ir sín­ar, selja og gefa smakk við íþróttamið­stöð­ina að Varmá. Mat­ur og skemmt­un fyr­ir alla fjöl­skyld­una.

14:00-17:00 Hoppukastalar
Ath. breytingu á staðsetningu: Hoppukastalar verða í Fellinu. Frítt fyr­ir káta krakka í hoppu­kastala.

15:00 Bjarkarholt 8-20 – Mosfellingar bjóða heim
Hljómsveitin Góð í hófi flytur valið efni úr lagasafni Eagles og Eric Clapton. Tónleikarnir hefjast klukkan 15:00 og fara fram í bílakjallara hússins. Enginn Eagles og Eric Clapton aðdáandi verður svikinn af því að mæta og njóta alls hins besta úr lagasafni þessara frábæru tónlistarmanna og lagahöfunda.

16:00 Laxatunga 11 – Mosfellingar bjóða heim
Tónleikar með Tómasi Helga Wehmeier í garðinum í Laxatungu 11. Ekta íslensk útilegustemming í bland við gömlu góðu smellina.

16:30 Kara­mellukast
Kara­mellukast á Tungu­bökk­um.

17:00 Kvísl­artunga 98 – Mos­fell­ing­ar bjóða heim
Karla­kór­inn Esja kem­ur fram á heima­tón­leik­um í Kvísl­artungu. Létt­ur og hefð­bund­inn kór með óhefð­bundnu ívafi.

17:00-21:00 Götugrill
Íbú­ar í Mos­fells­bæ halda götugrill í vel skreytt­um göt­um bæj­ar­ins.

20:00 9 ára afmæli Hrímþursa
Hrímþursar MC halda upp á 9 ára afmæli á Áslák.

21:00-23:00 Stór­tón­leik­ar á Mið­bæj­ar­torgi
Skemmt­un fyr­ir alla fjöl­skyld­una þar sem Mos­fells­bær býð­ur upp á stór­tón­leika á Mið­bæj­artorg­inu. Fram koma: Húbba Búbba, Gildran, GDRN, Hr. Eydís ásamt Ernu Hrönn, Páll Óskar og Birnir. Kynnir Sandra Barilli.

22:00 Eyjólfur Kristjáns í Bankanum
Hinn eini sanni Eyjólfur Kristjánsson mætir með gítarinn í Bankann. Dj Geir Flóvent spilar fyrir og eftir. Frítt inn.

23:00-03:00 Stórd­ans­leik­ur í Hlégarði
Páll Ósk­ar mæt­ir í Hlégarð og held­ur há­tíð­ar­ball með Aft­ur­eld­ingu. Miða­verð á Palla­ball 6.500 kr. For­sala í íþrótta­hús­inu að Varmá (20 ára ald­urstak­mark).


Sunnu­dag­ur 1. sept­em­ber

8:00-20:00 Golf­klúbbur Mosfellsbæjar
Tveir fyr­ir einn af vall­ar­gjaldi á golf­vell­in­um í Bakka­koti í Mos­fells­dal um helg­ina.

9:30-11:00 Opinn fjölskyldutími í íþróttahúsinu að Varmá
Fyrsti opni fjölskyldutími vetrarins í íþróttahúsinu að Varmá. Ætlað börnum á grunnskólaaldri og allri fjölskyldunni. Leikir, íþróttir, boltar, borðtennis, fimleikar, dans og margt fleira. Frítt í sund fyrir alla fjölskylduna að tímanum loknum.

9:00-17:00 Íþrótta­svæð­ið á Tungu­bökk­um
Fót­bolta­mót Aft­ur­eld­ing­ar og Gæðabaksturs, 6. og 7. flokk­ur karla og kvenna.

10:00-17:00 Frítt á Gljúfra­stein
Um þessar mundir fagnar Gljúfra­steinn – hús skálds­ins 20 ára afmæli sem safn. Af því tilefni verður frítt á safnið um helgina.

11:00-17:00 Hús­dýra­garð­ur­inn á Hraðastöðum
Geit­ur, hestar, kett­ling­ar, grísir, kálf­ur, hæn­ur, kan­ín­ur, naggrís­ir og mörg önn­ur hús­dýr á Hraða­stöð­um í Mos­fells­dal. Að­gang­ur: 1.200 kr., frítt fyrir 2 ára og yngri.

12:00-16:00 Sveitamarkaður í Mosó
Alvöru uppskera í Álafosskvos þar sem bændur selja vörur sínar beint frá býli. Grænmeti í úrvali, rósir, nýjar kartöflur, gúrkur, tómatar og íslensk hollusta. Hægt er að panta bás hjá Ingibjörgu Ástu, sveitamarkadurinnmoso@gmail.com.

12:00-16:00 Kaffihús Mosverja
Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar verð­ur með kaffi­hús í Skál­an­um í Ála­fosskvos. Rjúkandi heitt kakó eða kaffi ásamt ýmsu góðgæti.

12:00-17:00 Leiktæki við Hlégarð
Leiktæki frá Kastalar leiktækjaleiga.

13:00-17:00 Karl­ar í skúr­um Mos­fells­bæ – Hand­verks­sýn­ing
Opið hús að Skála­hlíð 7A, Litla­hlíð, á svæði Farsældartúns (áður Skála­túns). Margs kon­ar verk til sýn­is. Út­skurð­ur, tálg­un, renn­ismíði, mód­el­smíði, flugu­hnýt­ing­ar o.fl. Kom­ið og fræð­ist um starf­sem­ina. Kaffi og með­læti.

13:00-16:00 Bílskúrssala í Barrholti 5
Ýmislegt til sölu og margt að sjá.

14:00-16:00 Opnar vinnustofur og sýning í Álafosskvos
Sýningin RÁM eftir Svanlaugu Aðalsteinsdóttur og opin vinnustofa Sig­fríð­ar Lár­us­dótt­ur, Lár­usar Þórs Pálma­sonar og Alrúnar Aspar Herudóttur að Ála­foss­vegi 23, 4. hæð (lyfta á gafli húss­).

13:00-17:00 Myndlistarsýning Bæjarás 2
Sýningin „Það sem ég sé” eftir Hólmfríði Ólafsdóttur í bílskúrnum í Bæjarási 2.

14:00-16:00 Opið hús á slökkvi­stöð­inni
Slökkvi­stöðin við Skar­hóla­braut verð­ur til sýn­is fyr­ir há­tíð­ar­gesti. Gest­um býðst að skoða bíla, tæki og bún­að slökkvi­liðs­ins í bíla­sal. Öll vel­komin.

17:00 Bjartahlíð 23 – Mosfellingar bjóða heim
Heiða Árnadóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson flytja lög eftir franska tónskáldið Michel Legrand. Lögin verða flutt á íslensku og eru textar eftir Árna Ísaksson og Braga Valdimar Skúlason.

20:00 Kvöld­messa
Kvöldmessa í Lágafellskirkju. Kirkjukórinn og Árni Heiðar Karlsson organisti leiða tónlistina. Sr. Arndís Linn og sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir þjóna fyrir altari.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00