Mosfellsbær auglýsti þann 17. apríl sl. eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi: Tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Deiliskipulagsáfangi IV – Helgafellsland Mosfellsbæ. Auglýsingin er hér með afturkölluð og felld úr gildi.
Mosfellsbær auglýsti þann 17. apríl sl. eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi: Deiliskipulagsáfangi IV – Helgafellsland Mosfellsbæ.
Breytingin felur í sér að í stað 113 íbúða á deiliskipulagssvæðinu verði heimilað að byggja fleiri minni og fjölbreyttari íbúðir, samtals allt að 168 íbúðir. Heildar fermetrafjöldi bygginga minnkar úr 21.395 m² í um 19.000 m². Gatnakerfið breytist lítillega.
Auglýsingin er hér með afturkölluð og felld úr gildi.
17. apríl 2019
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar