Afturelding tryggði sér sæti í úrvalsdeild á ný þegar meistaraflokkur karla í handbolta sigraði Gróttu á mánudag í öðrum leik liðanna í umspili umsæti í efstu deild næsta vetur.
Leiknum lauk með átta marka sigri Aftureldingar, 33-25 og var stemmingin í Íþróttahúsinu að Varmá algerlega ólýsanleg. Afturelding vann þriggja marka sigur í fyrri leiknum sem fram fór laugardaginn 1. maí.
Með sigrinum á Gróttu er lið Aftureldingar því á ný komið í hóp bestu handboltaliða landsins eftir tveggja ára dvöl í fyrstu deild. Það verður gaman að fylgjast með liðinu keppa í úrvalsdeildinni næsta vetur.
Áfram Afturelding!