Meistaraflokkur handknattleiksdeildar Aftureldingar mun aðstoða íbúa við að losa sig við jólatré sín eftir jólahátíðina.
Ekið verður um bæinn og jólatré hirt sem sett hafa verið út fyrir lóðamörk frá miðvikudeginum 6. janúar til laugardagsins 9. janúar.
Íbúar geta einnig losað sig við jólatré á endurvinnslustöð Sorpu við Blíðubakka án þess að greiða fyrir.
Tengt efni
Afhending nýrra tunna heldur áfram 30. og 31. maí í Hlíða- og Tangahverfi
Íbúar í eftirtöldum götum fá afhentar nýjar tunnur fyrir nýja úrgangsflokkunarkerfið samkvæmt sorphirðudagatali okkar þriðjudaginn 30. og miðvikudaginn 31. maí.
Íbúar í Hamratúni 6 fengu fyrstu tvískiptu tunnuna í Mosfellsbæ
Hjónin Sigríður Wöhler og Halldór Þórarinsson sem búa í Hamratúni 6 voru fyrstu íbúarnir til að taka við nýrri tvískiptri tunnu fyrir matarleifar og blandaðan úrgang sem er hluti af nýja úrgangsflokkunarkerfinu.
Ósk íbúa um möguleika á tvískiptum tunnum fyrir plastumbúðir og pappír/pappa
Íbúar í sérbýlum þ.e. í einbýlum, raðhúsum og parhúsum fá þriðju tunnuna afhenta þessa dagana nú þegar nýtt flokkunarkerfi verður innleitt.