Sigurgleðin er enn áþreifanleg í Mosfellsbæ eftir að meistaraflokkur karla í handbolta varð bikarmeistari á laugardaginn í annað sinn í sögu Aftureldingar.
Liðið sem varð síðast bikarmeistari árið 1999 tók við bikarnum í Laugardalshöll fyrir framan ótrúlega þéttan stuðningshóp sem stendur við bakið á þessum flottu leikmönnum.
Bæjaryfirvöld og Afturelding tóku á móti sigurliðinu og stuðningsmönnum í Hlégarði um kvöldið og voru öll velkomin þangað. Húsið var fullt og fögnuðurinn mikill þegar leikmenn mættu með bikarinn í hús.
Það er mikil vinna sem liggur bakvið árangur sem þennan og margir sem eiga heiður skilið; liðið, þjálfarar, stjórn handknattleiksdeildar, stjórn Aftureldingar, styrktaraðilar ásamt öllum sjálfboðaliðum og stuðningsfólki.
Kjörnir fulltrúar og starfsfólk Mosfellsbæjar óska strákunum okkar enn og aftur til hamingju með bikarmeistaratitillinn.
Áfram Afturelding!
Ljósmyndari: Raggi Óla
Tengt efni
Sjálfboðaliði ársins 2022 - Hægt að tilnefna til 9. janúar
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar mun núna í fyrsta sinn heiðra sjálfboðaliða ársins í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélög í bænum.
Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ undirritaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2022 til ársins 2024.
Samráðsvettvangur bæjarins og UMFA
Á fundi bæjarráðs þann 25. október var samþykkt að koma á laggirnar samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Varmá.