Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sig­ur­gleð­in er enn áþreif­an­leg í Mos­fells­bæ eft­ir að meist­ara­flokk­ur karla í hand­bolta varð bikar­meist­ari á laug­ar­dag­inn í ann­að sinn í sögu Aft­ur­eld­ing­ar.

Lið­ið sem varð síð­ast bikar­meist­ari árið 1999 tók við bik­arn­um í Laug­ar­dals­höll fyr­ir fram­an ótrú­lega þétt­an stuðn­ings­hóp sem stend­ur við bak­ið á þess­um flottu leik­mönn­um.

Bæj­ar­yf­ir­völd og Aft­ur­eld­ing tóku á móti sig­urlið­inu og stuðn­ings­mönn­um í Hlé­garði um kvöld­ið og voru öll vel­komin þang­að. Hús­ið var fullt og fögn­uð­ur­inn mik­ill þeg­ar leik­menn mættu með bik­ar­inn í hús.

Það er mik­il vinna sem ligg­ur bakvið ár­ang­ur sem þenn­an og marg­ir sem eiga heið­ur skil­ið; lið­ið, þjálf­ar­ar, stjórn hand­knatt­leiks­deild­ar, stjórn Aft­ur­eld­ing­ar, styrktarað­il­ar ásamt öll­um sjálf­boða­lið­um og stuðn­ings­fólki.

Kjörn­ir full­trú­ar og starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar óska strák­un­um okk­ar enn og aft­ur til ham­ingju með bikar­meist­ara­tit­ill­inn.

Áfram Aft­ur­eld­ing!

Ljós­mynd­ari: Raggi Óla

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00