Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. júní 2018

Mál­efna­samn­ing­ur Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs var form­lega und­ir­rit­að­ur við Hlé­garð þriðju­dag­inn 5. júní 2018.

Mál­efna­samn­ing­ur Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs var form­lega und­ir­rit­að­ur við Hlé­garð þriðju­dag­inn 5. júní. D- og V-listi fengu fimm af níu bæj­ar­full­trúa kjörna í ný­liðn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um og halda meiri­hluta­sam­starfi sínu áfram sem hófst fyrst árið 2006.

Skól­ar í fremstu röð

D- og V- list­ar vilja að skól­ar bæj­ar­ins verði í fremstu röð og státi af öfl­ugri kennslu, bæði í verk­leg­um og bók­leg­um grein­um. Lögð verð­ur áhersla á að hlúa að góðri skóla­menn­ingu og fé­lags­lífi nem­enda þar sem gildi bæj­ar­ins, virð­ing, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggja verði höfð að leið­ar­ljósi.

Leik­skóla­gjöld verða lækk­uð um 25% á kjör­tíma­bil­inu án til­lits til verð­lags­hækk­ana og mið­að við að öll börn 12 mán­aða og eldri eigi kost á leik­skóla­þjón­ustu. Áfram verð­ur unn­ið að átaki á sviði upp­lýs­inga­tækni­mála allra skóla í bæn­um.

Fjöl­nota knatt­hús á Varmár­svæð­inu

Á næsta ári verð­ur fjöl­nota knatt­hús á Varmár­svæð­inu tek­ið í notk­un og áfram unn­ið að upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja bæj­ar­ins í sam­vinnu við Ung­menna­fé­lag­ið Aft­ur­eld­ingu. D- og V-listi munu kapp­kosta að styðja mynd­ar­lega við allt íþrótta- og tóm­stund­ast­arf fyr­ir alla ald­ur­hópa.

Á sviði vel­ferð­ar og jafn­rétt­is er lögð áhersla á að all­ir eigi rétt á lífs­ins gæð­um. Flokk­arn­ir vilja þrýsta á rík­is­vald­ið að stækka hjúkr­un­ar­heim­il­ið Hamra og fjölga fé­lags­leg­um íbúð­um í sam­ræmi við þarf­ir. Loks verði hald­ið áfram að hækka af­slætti á fast­eigna­gjöld til tekju­lægri eldri borg­ara.

Um­hverf­is­stefn­an taki mið af heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna

Í um­hverf­is­mál­um er m.a. lögð sú áhersla að upp­bygg­ing nýrra hverfa geri ráð fyr­ir um­hverf­i­s­væn­um lífs­stíl með að­stöðu til sorp­flokk­un­ar og hleðslu­stöðv­um fyr­ir raf­bíla. Þá verði vinnu lok­ið við gerð um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar sem taki mið af heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Á sviði skipu­lags- og sam­göngu­mála verð­ur m.a. unn­ið að þétt­ingu byggð­ar um leið og hvatt verði til þess að auk­ið fjár­magn verði sett í sam­göng­ur í sam­starfi við önn­ur sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mark­mið­ið er að Mos­fells­bær verði áfram fyrsti val­kost­ur­inn til bú­setu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Hlé­garð­ur sem hús Mos­fell­inga

D- og V-listi vilja hvetja til ný­sköp­un­ar og frek­ari upp­bygg­ing­ar at­vinnu­lífs. Það verði m.a. gert með því að halda áfram að byggja upp mið­bæ­inn með verslun, þjón­ustu og ið­andi mann­lífi. Það er einn­ig gert með því að hefja upp­bygg­ingu öfl­ugs at­vinnusvæð­is syðst á Blikastaðalandi.

Á sviði menn­ing­ar­mála er lögð sú áhersla að styðja dyggi­lega við skap­andi starf, í sam­vinnu við fé­laga­sam­tök, ein­stak­linga, fyr­ir­tæki og skóla­sam­fé­lag­ið. Mörk­uð verði stefna fyr­ir Hlé­garð með það að mark­miði að nýta hús­ið bet­ur í þágu bæj­ar­búa.

Snjall­ar lausn­ir

Á sviði fjár­mála, stjórn­sýslu og lýð­ræð­is er traust­ur fjár­hag­ur sveit­ar­fé­lags­ins for­senda fyr­ir fram­kvæmd­um og fram­förum. D- og V-listi hyggjast styrkja stoð­irn­ar enn frek­ar svo vöxt­ur sveit­ar­fé­lags­ins hafi já­kvæð áhrif á þjón­ustu­stig­ið.

Tryggja þarf bæj­ar­bú­um að­komu að stefnu­mót­un og ákvarð­ana­töku, til dæm­is með opn­um fund­um, skoð­ana­könn­un­um og íbúa­kosn­ing­um eins og Okk­ar Mosó. Þá verði ra­fræn þjón­usta og íbúagátt efld með snjöll­um lausn­um og íbú­um þann­ig spöruð sporin.

Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri og Bjarki Bjarna­son.

All­ir veg­ir fær­ir

„Ég er afar ánægð­ur með nið­ur­stöð­una og sam­starf­ið við VG,“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri. „Með okk­ar góðu gildi að leið­ar­ljósi, virð­ingu – já­kvæðni – fram­sækni og um­hyggju eru okk­ur all­ir veg­ir fær­ir. D- og V- listi hafa ver­ið við stjórn­völ­inn und­an­farin 12 ár og á þeim tíma hef­ur sam­fé­lag­ið eflst og þjón­ust­an tek­ið stakka­skipt­um. Við ætl­um að halda áfram á sömu braut, gera enn bet­ur og sjá til þess að áfram sé best að búa í Mos­fells­bæ.“

Líst vel á fram­hald­ið

Bjarki Bjarna­son odd­viti Vinstri grænna seg­ir að sama til­efni:
„Okk­ur líst afar vel á starf­ið fram und­an og mál­efna­samn­ing­inn sem var und­ir­rit­að­ur við fé­lags­heim­il­ið Hlé­garð í blíðskap­ar­veðri. Í samn­ingn­um er talað skýrt í öll­um mála­flokk­um sem snerta alla bæj­ar­búa með ein­um eða öðr­um hætti. Mos­fell­ing­um fjölg­ar ört um þess­ar mund­ir og við erum reiðu­bú­in að takast á við verk­efn­in sem stækka með hverju ár­inu.“

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00