Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Hald­ið var upp á 60 ára starfsaf­mæli Varmár­skóla fimmtu­dag­inn 29. sept­em­ber.

Dag­skrá var á sal þar sem far­ið var stutt­lega yfir skóla­sög­una, sam­fé­lags­breyt­ing­ar og breytt við­fangs­efni skóla­starfs fram­tíð­ar­inn­ar.

„Skól­ar þurfa nú að búa börn und­ir sam­fé­lag sem eng­inn veit hvernig verð­ur og þá þarf að leggja áherslu á að nem­end­ur geti þrosk­að með sér seiglu, ábyrgð og sam­fé­lags­vit­und ásamt sjálfs­þekk­ingu og færni í að tak­ast á við verk­efni líð­andi stund­ar,“ seg­ir Jóna Bene­dikts­dótt­ir skóla­stjóri.

Skól­inn fékk góð­ar gjaf­ir í af­mæl­is­gjöf, laser­skera og for­rit­an­leg vél­menni sem munu hjálpa nem­end­um að und­ir­búa sig fyr­ir sam­fé­lag­ið sem bíð­ur þeirra. Fjöldi nem­enda, for­eldra og annarra gesta heim­sótti skól­ann í til­efni dags­ins, spjall­aði um skóla­starf­ið og skoð­aði verk­efni nem­enda.

Tengt efni