Haldið var upp á 60 ára starfsafmæli Varmárskóla fimmtudaginn 29. september.
Dagskrá var á sal þar sem farið var stuttlega yfir skólasöguna, samfélagsbreytingar og breytt viðfangsefni skólastarfs framtíðarinnar.
„Skólar þurfa nú að búa börn undir samfélag sem enginn veit hvernig verður og þá þarf að leggja áherslu á að nemendur geti þroskað með sér seiglu, ábyrgð og samfélagsvitund ásamt sjálfsþekkingu og færni í að takast á við verkefni líðandi stundar,“ segir Jóna Benediktsdóttir skólastjóri.
Skólinn fékk góðar gjafir í afmælisgjöf, laserskera og forritanleg vélmenni sem munu hjálpa nemendum að undirbúa sig fyrir samfélagið sem bíður þeirra. Fjöldi nemenda, foreldra og annarra gesta heimsótti skólann í tilefni dagsins, spjallaði um skólastarfið og skoðaði verkefni nemenda.
Tengt efni
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.
Barnadjasshátíð í Mosfellsbæ sú fyrsta sinnar tegundar
Dagana 22.-25. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í fyrsta skipti.