Í ár er Lágafellsskóli 10 ára og í tilefni þess verður afmælishátíð ásamt vorhátíð Mosfellsbæjar haldin laugardaginn 30. apríl.
Skemmtunin hefst með skrúðgöngu í fylgd Mosverja frá Kjarna kl. 12:30 og verður gengið að skólanum þar sem verður stanslaus skemmtun til kl. 16:00. Meðal annars koma fram í sal núverandi og fyrrverandi nemendur skólans, pylsusala á vegum skátanna verður á útisvæði ásamt skátatívolíi, innandyra verður köku- og kaffisala sem foreldrar 6. bekkinga sjá um, Lárus töframaður og Friðrik Dór mæta einnig á svæðið.
Allir bæjarbúar eru hjartanlega velkomnir og eru fyrrverandi og núverandi nemendur skólans sérstaklega hvattir til að mæta.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.