Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. febrúar 2022

Lilja Dögg Al­freðs­dótt­ir ráð­herra ferða­mála og Páll Björg­vin Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) hafa und­ir­ritað samn­ing um stofn­un sam­starfs­vett­vangs sveit­ar­fé­laga og at­vinnu­lífs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um áfanga­stað­inn höf­uð­borg­ar­svæð­ið.

Samn­ing­ur­inn bygg­ir á Fram­tíð­ar­sýn og leið­ar­ljósi ís­lenskr­ar ferða­þjón­ustu til 2030 sem unn­in var í sam­vinnu rík­is, sveit­ar­fé­laga og hag­að­ila.

Að sögn Lilju mið­ar samn­ing­ur­inn að því að sett­ur verði á fót sam­starfs­vett­vang­ur sveit­ar­fé­laga og at­vinnu­lífs um áfanga­stað­inn höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Þann­ig verði stutt við þró­un áfanga­stað­ar­ins í átt að sjálf­bærri fram­tíð­ar­sýn og auk­inni sam­keppn­is­hæfni. Áhersla verði á þró­un og kynn­ing­ar- og mark­aðs­st­arf ásamt sam­legð og sam­tali hag­að­ila í ferða­þjón­ustu og tengdra að­ila. Unn­ið verði að því að sam­starfs­vett­vang­ur­inn verði við árslok 2022 að áfanga­staða­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Und­ir­bún­ing­ur að stofn­un áfanga­staða­stofa í öll­um lands­hlut­um hef­ur ver­ið í gangi um nokk­urt skeið. Búið er að und­ir­rita samn­inga um stofn­un áfanga­staða­stofa í öll­um lands­hlut­um nema á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en þessi samn­ing­ur er lið­ur í því að áfanga­staða­stof­ur verði í öll­um lands­hlut­um. Það er lið­ur í því að efla stoð­kerfi ferða­þjón­ust­unn­ar og stuðla að já­kvæð­um fram­gangi ferða­þjón­ustu á starfs­svæði sam­tak­anna.

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hófu und­ir­bún­ing og fram­kvæmd við mót­un sam­starfs um áfanga­staða- og mark­aðs­stofu fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið með þátt­töku stjórn­valda, sveit­ar­fé­laga, at­vinnu­lífs­ins og ann­arra hag­að­ila á ár­inu 2021. Verk­efn­ið var sett fram í sókn­aráætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á ár­inu 2020 þar sem skoða átti þörf fyr­ir áfanga­staða­stofu fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið með það að mark­miði að efla sam­st­arf og ný­sköp­un. Sam­hliða var að störf­um ráð­gjafa­hóp­ur í sam­starfi sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu. Þá var ný­lega geng­ið frá ráðn­ingu verk­efna­stjóra sem halda mun utan um áfram­hald verk­efn­is­ins en und­ir­bún­ing­ur fyr­ir næstu skref verk­efn­is­ins er nú í full­um gangi.

Að sögn Páls Björg­vins er mik­il­vægt fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að móta stefnu til fram­tíð­ar um áfanga­stað­inn höf­uð­borg­ar­svæð­ið í sam­starfi við at­vinnu­líf­ið. Inn­lend­ir og er­lend­ir ferða­menn munu sækja höf­uð­borg­ar­svæð­ið í aukn­um mæli heim til þess að njóta mann­lífs, menn­ing­ar og úti­veru. Því er mik­il­vægt að svæð­ið bjóði með sam­ræmd­um hætti fram þá mögu­leika sem í boði eru, þó þann­ig að sér­ein­kenni og áhersl­ur hvers sveit­ar­fé­lags séu dreg­in fram. Þann­ig mun höf­uð­borg­ar­svæð­ið eflast enn frek­ar og sam­keppn­is­hæfni þess aukast gagn­vart öðr­um svip­uð­um svæð­um er­lend­is.

Ráðgjafahópur um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið

Tal­ið frá efri röð frá vinstri.
Jón Kjart­an Ág­ústs­son svæð­is­skipu­lags­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­issins, Hulda Hauks­dótt­ir upp­lýs­inga­stjóri Garða­bæj­ar, Andri Óm­ars­son verk­efna­stjóri menn­ing­ar- og mark­aðs­mála Hafn­ar­fjarð­ar, Þór­ir Garð­ar­son formað­ur ferða­mála­sam­taka höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Rann­veg Grét­ars­dótt­ir f.h. Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, Þórdís Lóa Þór­halls­dótt­ir formað­ur borg­ar­ráðs, Páll Björg­vin Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri SSH, Björn H. Reyn­is­son verk­efna­stjóri áfanga­stað­ar­ins höf­uð­borg­ar­svæð­ið, Hug­rún Ósk Ólafs­dótt­ir verk­efna­stjóri í þjón­ustu- og sam­skipta­deild Mos­fells­bæ, Ár­mann Kr. Ólafs­son bæj­ar­stjóri Kópa­vogs og María Björk Ósk­ars­dótt­ir sviðs­stjóri þjón­ustu- og sam­skipta­sviðs Seltjarn­ar­nes. Á mynd­ina vant­ar Andrés Magnús­son f.h. Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00