Ærslabelgur á Stekkjarflöt var eitt af vinsælustu verkefnunum í Okkar Mosó 2019.
Íbúakosning Okkar Mosó 2019 lauk 28. maí síðastliðinn og var metþátttaka þetta árið eða 19,1%. Nú er fyrsta verkefninu lokið en það var Ærslabelgur á Stekkjarflöt.
Ærslabelgurinn verður opinn frá kl. 10:00-22:00 alla daga. Óskum við bæjarbúum til hamingju með þetta nýja vinsæla leiktæki og biðjum jafnframt alla um að ganga vel um leiktækin og svæðið sjálft.