Diddú og drengirnir verða með sína árlegu aðventutónleika í Mosfellskirkju þriðjudaginn 9. desember kl. 20:00.
Fjölbreytt dagskrá að vanda.
Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran, syngur. Sigurður Ingi Snorrason og Kjartan Óskarsson leika á klarínettur. Emil Friðfinnsson og Þorkell Jóelsson leika á horn og á fagott leika Brjánn Ingason og Björn Árnason.
Aðgangseyrir er 3.000 kr.
Forsala aðgöngumiða er hafin í Þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, 2. hæð eða í síma 525-6700. Hægt verður að nálgast keypta miða í andyri Mosfellskirkju fyrir tónleikana. Miðar verða einnig til sölu í Mosfellskirkju þann 9. desember.
Verið hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Tengt efni
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar