24. nóvember – 22. desember
Allt sem ég sá – Georg Douglas
Allt sem ég sá heitir einkasýning Georg Douglas sem haldin er í Listasal Mosfellsbæjar.
Titill sýningarinnar, Allt sem ég sá, vísar í það sem Georg sér þegar hann horfir á blóm, sem er ekki öllum augljóst, nema kannski með viðeigandi menntun í vísindum. Georg Douglas er jarðfræðingur að mennt og hefur málað samhliða því í mörg ár. Áhrif frá vísindasviði og reynslu hans í þeirri grein gefur honum innblástur við mótun verka.
Georg Douglas er fæddur í Derrysýslu á Norður Írlandi árið 1945 en hef verið íslenskur ríkisborgari síðan 1975 og búið í Mosfellsbæ í nær 50 ár.
Opið er á opnunartíma bókasafnsins:
- mán. – fös. kl. 9:00 – 18:00
- lau. kl. 12:00 – 16:00
7. desember kl. 17:00
Þorri og Þura í Bókasafni Mosfellsbæjar
Álfavinirnir kátu, Þorri og Þura, eru komin í jólaskap!
Þau ætla því að gleðja okkur með leik og söng í bókasafninu fimmtudaginn 7. desember kl. 17.
Öll velkomin meðan húsrúm leyfir!
9. desember kl. 13:00
Jólaskógurinn í Hamrahlíð opnar
Velkominn í jólaskóg Skógræktarfélags Mosfellsbæjar í Hamrahlíðinni við Vesturlandsveginn.
Opið alla daga frá 9. – 23. desember.
- Um helgar: kl. 10 – 16
- 11. – 15. des.: kl. 14 – 17
- 18. – 22. des.: kl. 12 – 17
- Þorláksmessa: kl. 10 – 16
9. desember kl. 14:00-17:00
Jólamarkaður í Hlégarði
Skemmtilegar uppákomur á sviðinu, jólasveinar á vappi, ristaðar möndlur, heitt kakó, kaffi og piparkökur.
Staðfestir básar:
- Kaffisæti
- Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
- Jako
- Kjötbúðin
- Skálatún
- Rösk vinnustofa
- Ugla handverk
- Esjaspirit
- Myndó
- Kiwanisklúbburinn Mosfell
- Folda Bassa
- ApaCare heilsuvara
- Sigurbjörg prjónaverslun
- Listapúkinn
- Lionsklúbburinn Úa
10. desember kl. 15:00
Aðventuupplestrar á Gljúfrasteini
Á aðventunni munu höfundar lesa upp úr verkum sínum í stofunni á Gljúfrasteini.
- Auður Jónsdóttir – Högni
- Áslaug Agnarsdóttir, þýðandi – Gráar býflugur (e. Andrej Kúrkov)
- Steinunn Sigurðardóttir – Ból (Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona les upp úr bókinni)
- Sverrir Norland – Kletturinn
Dagskráin hefst kl. 15 og stendur í um klukkutíma.
10. desember kl. 20:00
Aðventukvöld í Lágafellskirkju
Sr. Henning Emil, sr. Hólmgrímur og Guðlaug Helga leiða stundina. Ræðu kvöldsins flytur Ingi Þór Ágústsson hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður á Eirhömrum. Kveikt á aðventukransinum og kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Einsöngur: Bryndís Guðjónsdóttir sópransöngkona.
Kaffiveitingar í boði Lágafellssóknar í safnaðarheimilinu að Þverholti 3, 3.hæð.
Öll velkomin!
12. desember kl. 20:00
Mógil – Aðventa í Bókasafni Mosfellsbæjar
Mógil heldur aðventutónleika í Bókasafni Mosfellsbæjar þann 12. desember.
Þar mun hljómsveitin flytja tónlist af disknum AÐVENTA sem gefinn var út af hinu virta útgáfufélagi Winter & Winter í Þýskalandi árið 2019. Tónlistin og textarnir eru undir áhrifum hinnar sígildu skáldsögu Aðventu eftir rithöfundinn Gunnar Gunnarsson (1889-1975) og á tónleikunum mun Orri Huginn Ágústsson leikari lesa valinn texta úr bókinni.
Það er einstök upplifun að hlusta á tónlistina og upplesturinn á sögunni um Benedikt og ferðalag hans um hálendið í leit að sauðfé. Í gegnum tónlistina upplifir áheyrandinn stórkostlegt landslag, fimbulfrost og fárviðri, en einnig góðmennsku, hlýju, kyrrð og ró ásamt mikilli einangrun og brostnum vonum.
Mógil skapar sinn eigin hljóðheim þar sem klassík, þjóðlagatónlist, djass og tilraunatónlist mætast á sérstakan hátt. Söngkona hljómsveitarinnar er Heiða Árnadóttir, Hilmar Jensson spilar á gítar, Kristín Þóra Haraldsdóttir á víólu, Eiríkur Orri Ólafsson á trompet og Joachim Badenhorst á klarinett.
Viðburðurinn er styrktur af menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar.
Ókeypis inn og öll velkomin!
15. desember kl. 20:00
Jólatónleikar Gretu Salóme
Greta Salóme mun halda hátíðlega og fjölbreytta jólatónleika í Hlégarði ásamt hljómsveit, gestum og barnakór.
Tónleikarnir hefa fest sig í sessi sem árlegur viðburður hjá mörgum og er boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá ásamt heitu kakói fyrir alla tónleikagesti í hléi.
Miðasala á midix.is:
Sérstakir gestir tónleikanna eru söngvari ársins og leikarinn Björgvin Franz ásamt Júlí Heiðari sem undanfarið hefur stimplað sig rækilega inn á tónlistarsenuna á Íslandi.
Hljómsveit tónleikanna skipa þeir Gunnar Hilmarsson, Óskar Þormarsson og Leifur Gunnarsson. Með Gretu Salóme koma fram söngkonurnar Unnur Birna Björnsdóttir og Lilja Björk Runólfsdóttir. Einnig kemur fram Barnakór Lágafellskirkju undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur.
Tilvalið tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að fara á jólatónleika og fá heitt kakó og jólastemninguna beint í æð.
17. desember kl. 15:00
Aðventuupplestrar á Gljúfrasteini
Á aðventunni munu höfundar lesa upp úr verkum sínum í stofunni á Gljúfrasteini.
- Birna Stefánsdóttir – Örverpi
- Kristín Ómarsdóttir – Móðurást: Oddný
- Vigdís Grímsdóttir – Ævintýrið
- Vilborg Davíðsdóttir – Land næturinnar
Dagskráin hefst kl. 15 og stendur í um klukkutíma.
17. desember kl. 20:00
Jólaíhugun í Lágafellskirkju
Sr. Henning Emil Magnússon leiðir stundina. Rögnvaldur Borgþórsson sér um tónlistina.
19. desember kl. 20:00
Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna
Diddú og drengirnir halda sína árlegu aðventutónleika í Lágafellskirkju þriðjudaginn 19. desember kl. 20:00.
Fjölbreytt efnisskrá í fallegu umhverfi.
Miðar við innganginn.
23. desember kl. 11:30 og 13:30
Skötuhlaðborð í Hlégarði
Hið margrómaða skötuhlaðborð Vignis snýr aftur.
Matreiðslumeistararnir Vignir Kristjánsson og Ólafur Már Gunnlaugsson töfra fram glæsilegt hlaðborð með öllu tilheyrandi í hádeginu á Þorláksmessu.
Hægt er að velja um borð kl. 11:30 og 13:30.
Miðasala á tix.is:
Trúbadorinn og Mosfellingurinn Bjarni Ómar mætir með gítarinn og flytur vel valin lög úr lagasafni Bubba Morthens.
23. desember kl. 21:00
Helga Möller og Baklandið í Hlégarði
Helga Möller ásamt Baklandinu verða með jólatónleika í Hlégarði. Frábær jólatónlist, kósí og skemmtileg kvöldstund.
Miðasala á midix.is:
Tengt efni
Fjölmenni á opnu húsi fyrir eldri borgara
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Félagsstarfið í Brúarland
Félagsstarfið í Mosfellsbæ fékk í dag Brúarland til afnota fyrir starf sitt. Þá mun félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos) einnig fá aðstöðu í húsinu.