Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. desember 2023

Fjöldi við­burða verða í boði í Mos­fells­bæ á að­vent­unni.

24. nóv­em­ber – 22. des­em­ber

Allt sem ég sá – Georg Douglas

Allt sem ég sá heit­ir einka­sýn­ing Georg Douglas sem hald­in er í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar.

Tit­ill sýn­ing­ar­inn­ar, Allt sem ég sá, vís­ar í það sem Georg sér þeg­ar hann horf­ir á blóm, sem er ekki öll­um aug­ljóst, nema kannski með við­eig­andi mennt­un í vís­ind­um. Georg Douglas er jarð­fræð­ing­ur að mennt og hef­ur mál­að sam­hliða því í mörg ár. Áhrif frá vís­inda­sviði og reynslu hans í þeirri grein gef­ur hon­um inn­blást­ur við mót­un verka.

Georg Douglas er fædd­ur í Derry­sýslu á Norð­ur Ír­landi árið 1945 en hef ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari síð­an 1975 og búið í Mos­fells­bæ í nær 50 ár.

Opið er á opn­un­ar­tíma bóka­safns­ins:

  • mán. – fös. kl. 9:00 – 18:00
  • lau. kl. 12:00 – 16:00

7. des­em­ber kl. 17:00

Þorri og Þura í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar

Álfa­vin­irn­ir kátu, Þorri og Þura, eru komin í jóla­skap!

Þau ætla því að gleðja okk­ur með leik og söng í bóka­safn­inu fimmtu­dag­inn 7. des­em­ber kl. 17.

Öll vel­kom­in með­an hús­rúm leyf­ir!


9. des­em­ber kl. 13:00

Jóla­skóg­ur­inn í Hamra­hlíð opn­ar

Velkominn í jólaskóg Skógræktarfélags Mosfellsbæjar í Hamrahlíðinni við Vesturlandsveginn.

Opið alla daga frá 9. – 23. desember.

  • Um helgar: kl. 10 – 16
  • 11. – 15. des.: kl. 14 – 17
  • 18. – 22. des.: kl. 12 – 17
  • Þorláksmessa: kl. 10 – 16

9. des­em­ber kl. 14:00-17:00

Jóla­mark­að­ur í Hlé­garði

Skemmti­leg­ar uppá­kom­ur á svið­inu, jóla­svein­ar á vappi, rist­að­ar möndl­ur, heitt kakó, kaffi og pip­ar­kök­ur.

Stað­fest­ir bás­ar:

  • Kaffisæti
  • Skóg­rækt­ar­fé­lag Mos­fells­bæj­ar
  • Jako
  • Kjöt­búð­in
  • Skála­tún
  • Rösk vinnu­stofa
  • Ugla hand­verk
  • Esja­spi­rit
  • Myndó
  • Kiw­anis­klúbbur­inn Mos­fell
  • Folda Bassa
  • ApaCare heilsu­vara
  • Sig­ur­björg prjóna­versl­un
  • Lista­púk­inn
  • Li­ons­klúbbur­inn Úa

10. des­em­ber kl. 15:00

Að­ventu­upp­lestr­ar á Gljúfra­steini

Á að­vent­unni munu höf­und­ar lesa upp úr verk­um sín­um í stof­unni á Gljúfra­steini.

  • Auð­ur Jóns­dótt­ir – Högni
  • Áslaug Agn­ars­dótt­ir, þýð­andi – Grá­ar bý­flug­ur (e. Andrej Kúr­kov)
  • Stein­unn Sig­urð­ar­dótt­ir – Ból (Ólafía Hrönn Jóns­dótt­ir, leik­kona les upp úr bók­inni)
  • Sverr­ir Nor­land – Klett­ur­inn

Dag­skrá­in hefst kl. 15 og stend­ur í um klukku­tíma.

10. des­em­ber kl. 20:00

Að­ventu­kvöld í Lága­fells­kirkju

Sr. Henn­ing Emil, sr. Hólm­grím­ur og Guð­laug Helga leiða stund­ina. Ræðu kvölds­ins flyt­ur Ingi Þór Ág­ústs­son hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og for­stöðu­mað­ur á Eir­hömr­um. Kveikt á að­ventukr­ans­in­um og kirkju­kór Lága­fells­sókn­ar syng­ur. Org­an­isti er Árni Heið­ar Karls­son. Ein­söng­ur: Bryndís Guð­jóns­dótt­ir sópr­an­söng­kona.

Kaffi­veit­ing­ar í boði Lága­fells­sókn­ar í safn­að­ar­heim­il­inu að Þver­holti 3, 3.hæð.

Öll vel­komin!


12. des­em­ber kl. 20:00

Mó­gil – Að­venta í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar

Mó­gil held­ur að­ventu­tón­leika í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar þann 12. des­em­ber.

Þar mun hljóm­sveit­in flytja tónlist af diskn­um AЭVENTA sem gef­inn var út af hinu virta út­gáfu­fé­lagi Win­ter & Win­ter í Þýskalandi árið 2019. Tón­list­in og text­arn­ir eru und­ir áhrif­um hinn­ar sí­gildu skáld­sögu Að­ventu eft­ir rit­höf­und­inn Gunn­ar Gunn­ars­son (1889-1975) og á tón­leik­un­um mun Orri Hug­inn Ág­ústs­son leik­ari lesa val­inn texta úr bók­inni.

Það er ein­stök upp­lif­un að hlusta á tón­list­ina og upp­lest­ur­inn á sög­unni um Bene­dikt og ferða­lag hans um há­lend­ið í leit að sauð­fé. Í gegn­um tón­list­ina upp­lif­ir áheyr­and­inn stór­kost­legt lands­lag, fimb­ulfrost og fár­viðri, en einnig góð­mennsku, hlýju, kyrrð og ró ásamt mik­illi ein­angr­un og brostn­um von­um.

Mó­gil skap­ar sinn eig­in hljóð­heim þar sem klass­ík, þjóðlaga­tónlist, djass og til­rauna­tónlist mæt­ast á sér­stak­an hátt. Söng­kona hljóm­sveit­ar­inn­ar er Heiða Árna­dótt­ir, Hilm­ar Jens­son spil­ar á gít­ar, Krist­ín Þóra Har­alds­dótt­ir á víólu, Ei­rík­ur Orri Ólafs­son á trom­pet og Joachim Baden­horst á klar­in­ett.

Við­burð­ur­inn er styrkt­ur af menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar.

Ókeyp­is inn og öll vel­kom­in!


15. des­em­ber kl. 20:00

Jóla­tón­leik­ar Gretu Salóme

Greta Salóme mun halda há­tíð­lega og fjöl­breytta jóla­tón­leika í Hlé­garði ásamt hljóm­sveit, gest­um og barnakór.

Tón­leik­arn­ir hefa fest sig í sessi sem ár­leg­ur við­burð­ur hjá mörg­um og er boð­ið upp á fjöl­breytta og skemmti­lega dag­skrá ásamt heitu kakói fyr­ir alla tón­leika­gesti í hléi.

Sér­stak­ir gest­ir tón­leik­anna eru söngv­ari árs­ins og leik­ar­inn Björg­vin Franz ásamt Júlí Heið­ari sem und­an­far­ið hef­ur stimpl­að sig ræki­lega inn á tón­list­ar­sen­una á Ís­landi.

Hljóm­sveit tón­leik­anna skipa þeir Gunn­ar Hilm­ars­son, Ósk­ar Þormars­son og Leif­ur Gunn­ars­son. Með Gretu Salóme koma fram söng­kon­urn­ar Unn­ur Birna Björns­dótt­ir og Lilja Björk Run­ólfs­dótt­ir. Einnig kem­ur fram Barnakór Lága­fells­kirkju und­ir stjórn Val­gerð­ar Jóns­dótt­ur.

Til­val­ið tæki­færi fyr­ir alla fjöl­skyld­una til að fara á jóla­tón­leika og fá heitt kakó og jóla­stemn­ing­una beint í æð.


17. des­em­ber kl. 15:00

Að­ventu­upp­lestr­ar á Gljúfra­steini

Á að­vent­unni munu höf­und­ar lesa upp úr verk­um sín­um í stof­unni á Gljúfra­steini.

  • Birna Stef­áns­dótt­ir – Ör­verpi
  • Krist­ín Óm­ars­dótt­ir – Móð­ur­ást: Odd­ný
  • Vig­dís Gríms­dótt­ir – Æv­in­týr­ið
  • Vil­borg Dav­íðs­dótt­ir – Land næt­ur­inn­ar

Dag­skrá­in hefst kl. 15 og stend­ur í um klukku­tíma.

17. des­em­ber kl. 20:00

Jólaíhug­un í Lága­fells­kirkju

Sr. Henn­ing Emil Magnús­son leið­ir stund­ina. Rögn­vald­ur Borg­þórs­son sér um tón­list­ina.


19. des­em­ber kl. 20:00

Að­ventu­tón­leik­ar Diddú­ar og drengj­anna

Diddú og dreng­irn­ir halda sína ár­legu að­ventu­tón­leika í Lága­fells­kirkju þriðju­dag­inn 19. des­em­ber kl. 20:00.

Fjöl­breytt efn­is­skrá í fal­legu um­hverfi.

Mið­ar við inn­gang­inn.


23. des­em­ber kl. 11:30 og 13:30

Skötu­hlað­borð í Hlé­garði

Hið mar­gróm­aða skötu­hlað­borð Vign­is snýr aft­ur.

Mat­reiðslu­meist­ar­arn­ir Vign­ir Kristjáns­son og Ólaf­ur Már Gunn­laugs­son töfra fram glæsi­legt hlað­borð með öllu til­heyr­andi í há­deg­inu á Þor­láks­messu.

Hægt er að velja um borð kl. 11:30 og 13:30.

Trúba­dor­inn og Mos­fell­ing­ur­inn Bjarni Ómar mæt­ir með gít­ar­inn og flyt­ur vel val­in lög úr laga­safni Bubba Mort­hens.


23. des­em­ber kl. 21:00

Helga Möl­ler og Bakland­ið í Hlé­garði

Helga Möl­ler ásamt Bakland­inu verða með jóla­tón­leika í Hlé­garði. Frá­bær jóla­tónlist, kósí og skemmti­leg kvöld­stund.


Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00