Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Á 30 ára af­mæli bæj­ar­ins árið 2017 var sam­þykkt af bæj­ar­stjórn að efna til hug­mynda­sam­keppni um að­komu­tákn að bæn­um og varð til­laga A stúd­íó fyr­ir val­inu.

Höf­und­ar vinn­ingstil­lög­unn­ar eru þau Anna Björg Sig­urð­ar­dótt­ir arki­tekt og Ari Þor­leifs­son arki­tekt og bygg­inga­fræð­ing­ur.

Á fundi bæj­ar­ráðs 9. maí síð­ast­lið­inn var sam­þykkt að hefjast handa við gerð fyrsta af þrem­ur að­komu­tákn­um að Mos­fells­bæ og verð­ur því fund­inn stað­ur við bæj­ar­mörk­in hjá Hamra­hlíð­ar­skógi. Að­komu­tákn­in eru gerð úr þrem­ur stöpl­um úr þrenns kon­ar efni­viði, járni, grjóti og tré, og verða stöpl­arn­ir mis­há­ir í að­komu­tákn­un­um eft­ir stað­setn­ingu vegna vís­un­ar þeirra til skóg­ar, ár eða fells. Því verð­ur fyrsta að­komu­tákn­ið með hæsta stöpu­l­inn úr tré þar sem stað­setn­ing þess er við Hamra­hlíð­ar­skóg.

Í vinnu með höf­und­um vinn­ingstil­lög­unn­ar hef­ur ver­ið ákveð­ið að merki Mos­fells­bæj­ar verði sett á mið­stöp­ul allra að­komu­tákn­anna, að led-lýs­ing verði að baki merk­is­ins og ekki verði reist­ar sér­stak­ar und­ir­stöð­ur eða hellu­lögn held­ur verði að­komu­tákn­ið lát­ið standa í sínu nátt­úru­lega um­hverfi.

Tengt efni