Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að stækka landbúnaðarland við Dalland 527-L um 6,1 ha. til austurs. Landið er skilgreind sem „óbyggt svæði“ í gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Skilgreint svæði stækkar úr 16,6 í 22,7 ha. Engar breytingar eru gerðar á almennum skilmálum aðalskipulags er varða landbúnað. Áætlun er í samræmi við verkáætlun og auglýsta skipulagslýsingu. Umrætt svæði er utan hverfis- og eða vatnsverndar.
Tillagan verður til sýnis á á vef Mosfellsbæjar, mos.is/skipulagsauglysingar, og á Upplýsingatorgi, Þverholti 2 svo þeir sem vilja get kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Aðalskipulagstillagan er einnig til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og senda skal þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Athugasemdafrestur er frá 17. desember 2020 til og með 8. febrúar 2021.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
17. desember 2020