Tillaga að breytingu – Vatnsgeymir í austurhlíðum Úlfarsfells sunnan Skarhólabrautar. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillaga að breytingu – Vatnsgeymir í austurhlíðum Úlfarsfells sunnan Skarhólabrautar
Mosfellsbær áformar að reisa nýjan vatnsgeymi í austurhlíðum Úlfarsfells suður af Skarhólabraut. Geymirinn mun þjónusta fyrirhugaða byggð í Lágafelli en einnig auka þrýsting í Mýrum og Krikum en það hefur lágur þrýstingur valdið vissum vandamálum. Breytingin felst í því að skilgreind er iðnaðarlóð (I) á fyrrgreindu svæði sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem „Óbyggð svæði Ó/ÓB“.
Breytingartillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 22. janúar 2017 til og með 5. mars 2018 og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b í Reykjavík.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 5. mars 2018. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs.
22. janúar 2018,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar