Aðalfundur Skógræktarfélag Mosfellsbæjar 2023 verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.
Dagskrá:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar 2022
- Reikningar félagsins 2022
- Ákvörðun um félagsgjöld 2023
- Kosning stjórnar og endurskoðenda
- Önnur mál
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fjalla um hrýfi út frá ýmsum hliðum. Með hrýfi er átt við hrjúfleika lands og ástæður þess að allir ættu að hrífast með skógrækt.
Boðið verður upp á veitingar að aðalfundi loknum.
Tengt efni
Velkomin á fund um aðalskipulag Mosfellsbæjar!
Boðað er til kynningarfundar í Hlégarði, fimmtudaginn 15. júní og hefst fundurinn kl. 17:00.
Fjöldi hugmynda á opnum fundi um atvinnu- og nýsköpunarmál
Um 50 manns tóku þátt í opnum fundi um atvinnu- og nýsköpunarmál sem haldinn var í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í dag, 16. maí.
Opinn fundur um atvinnu- og nýsköpunarmál
Við minnum á opinn fund um atvinnu- og nýsköpunarmál í Mosfellsbæ þriðjudaginn 16. maí kl. 17:00 í Fmos.