Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður haldinn þriðjudaginn 18. maí kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.
Dagskrá:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar 2020
- Reikningar félagsins 2020
- Lagabreytingar
- Ákvörðun um félagsgjöld 2021
- Kosning stjórnar og endurskoðenda
- Önnur mál
Tillögur að breytingum á lögum félagsins verða lagðar fram til samþykktar á fundinum. Tillögurnar er hægt að skoða á vef skógræktarfélagsins.
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Brynjólfur Jónsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands halda erindi um stöðu, hlutverk og framtíðarsýn SÍ.
Vegna Covid-19 verða engar veitingar að loknum fundinum. Farið verður eftir 2 m reglunni og verður spritt á staðnum.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.