Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. desember 2023

Fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­svið Mos­fells­bæj­ar hef­ur yf­ir­um­sjón með allri fjár­mála­stjórn bæj­ar­ins.

Svið­ið hef­ur með hönd­um fjár­stýr­ingu, reikn­ings­hald og bók­hald, yf­ir­um­sjón með fjár­hags­áætlun, lána­stýr­ingu, um­sjón með gjald­skrám, inn­kaup, eft­ir­lit með fjár­hag­stengd­um samn­ing­um ásamt fjár­hags­legu áhættumati. Á svið­inu starfa fjár­mála­stjóri, verk­efna­stjóri, inn­heimtu­full­trúi, að­al­bók­ari og bók­ari.

Að­al­bók­ari ber ábyrgð á bók­haldi Mos­fells­bæj­ar, stýr­ir bók­halds­vinnu sveit­ar­fé­lags­ins, gerð upp­gjörs, þró­un verk­ferla og stýr­ingu fjár­hags­upp­lýs­inga­kerfa. Fjár­hags­kerfi Mos­fells­bæj­ar er Microsoft Dynamics 365 Bus­iness Central (NAV).

Helstu verk­efni og ábyrgð

 • Yf­ir­um­sjón með öllu bók­haldi Mos­fells­bæj­ar og stofn­ana bæj­ar­ins, eigna­kerfi, af­stemm­ing­um og ann­arri bók­halds­vinnu.
 • Ber ábyrgð á að skipu­lag bók­halds og vinnu­brögð séu í sam­ræmi við lög og við­ur­kennd­ar reikn­ings­skila­regl­ur
 • Yf­ir­um­sjón með skrán­ingu reikn­inga og sam­þykkt­um þeirra
 • Yf­ir­um­sjón með virð­is­auka­skatts­mál­um
 • Ýmis upp­gjörs- og grein­ing­ar­vinna
 • Gerð rekstr­ar­yf­ir­lita, fjár­hags­grein­inga og skýrslu­gerð
 • Ráð­gjöf og stuðn­ing­ur við not­end­ur fjár­hags­kerf­is
 • Sam­skipti við end­ur­skoð­end­ur vegna árs­reikn­ings Mos­fells­bæj­ar
 • Þátttaka í áætlana­gerð og innra eft­ir­liti

Mennt­un­ar- og hæfnis­kröf­ur

 • Við­skipta­fræði­mennt­un af fjár­mála- eða end­ur­skoð­un­ar­sviði og/eða meist­ara­próf í reikn­ings­skil­um er skil­yrði
 • Þekk­ing og reynsla á færslu, skipu­lagn­ingu og upp­gjöri bók­halds er skil­yrði
 • Þekk­ing á lög­um og regl­um um bók­hald og reikn­ings­skil sveit­ar­fé­laga ásamt lög­um um virð­is­auka­skatt og regl­um um und­an­þág­ur fyr­ir sveit­ar­fé­lög er kost­ur
 • Reynsla af sam­bæri­legu starfi er kost­ur
 • Góð tölvukunn­átta og færni í Excel er skil­yrði
 • Góð þekk­ing og reynsla af Dynamics BC (NAV) er kost­ur
 • Reynsla af þró­un verk­ferla og sam­þætt­ingu Dynamics BC (NAV) við önn­ur kerfi er kost­ur
 • Sam­skipta­hæfni, já­kvætt við­horf og lausnamið­uð hugs­un
 • Ná­kvæmni í vinnu­brögð­um og talnag­leggni
 • Frum­kvæði sjálf­stæði og skipu­lags­hæfni
 • Góð ís­lenskukunn­átta er nauð­syn­leg

Um­sókn­ir skulu inni­halda starfs­fer­ils­skrá og kynn­ing­ar­bréf sem grein­ir frá reynslu, mennt­un og fyrri störf­um ásamt rök­stuðn­ingi fyr­ir hæfni í starf­ið.

Um­sókn­ar­frest­ur er til 2. janú­ar 2024.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um starf­ið veit­ir Pét­ur J. Lockton, sviðs­stjóri fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs, á net­fang­ið pet­ur@mos.is eða í síma 525-6700.

Um fram­tíð­ar­stöðu er að ræða.

Laun eru sam­kvæmt kjara­samn­ingi Sam­bands ísl. sveit­ar­fé­laga og við­kom­andi stétt­ar­fé­lags.

Við hvetj­um áhuga­söm til að sækja um óháð aldri, kyni, upp­runa eða fötlun.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00