Fjármála- og áhættustýringarsvið Mosfellsbæjar hefur yfirumsjón með allri fjármálastjórn bæjarins.
Sviðið hefur með höndum fjárstýringu, reikningshald og bókhald, yfirumsjón með fjárhagsáætlun, lánastýringu, umsjón með gjaldskrám, innkaup, eftirlit með fjárhagstengdum samningum ásamt fjárhagslegu áhættumati. Á sviðinu starfa fjármálastjóri, verkefnastjóri, innheimtufulltrúi, aðalbókari og bókari.
Aðalbókari ber ábyrgð á bókhaldi Mosfellsbæjar, stýrir bókhaldsvinnu sveitarfélagsins, gerð uppgjörs, þróun verkferla og stýringu fjárhagsupplýsingakerfa. Fjárhagskerfi Mosfellsbæjar er Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með öllu bókhaldi Mosfellsbæjar og stofnana bæjarins, eignakerfi, afstemmingum og annarri bókhaldsvinnu.
- Ber ábyrgð á að skipulag bókhalds og vinnubrögð séu í samræmi við lög og viðurkenndar reikningsskilareglur
- Yfirumsjón með skráningu reikninga og samþykktum þeirra
- Yfirumsjón með virðisaukaskattsmálum
- Ýmis uppgjörs- og greiningarvinna
- Gerð rekstraryfirlita, fjárhagsgreininga og skýrslugerð
- Ráðgjöf og stuðningur við notendur fjárhagskerfis
- Samskipti við endurskoðendur vegna ársreiknings Mosfellsbæjar
- Þátttaka í áætlanagerð og innra eftirliti
Menntunar- og hæfniskröfur
- Viðskiptafræðimenntun af fjármála- eða endurskoðunarsviði og/eða meistarapróf í reikningsskilum er skilyrði
- Þekking og reynsla á færslu, skipulagningu og uppgjöri bókhalds er skilyrði
- Þekking á lögum og reglum um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga ásamt lögum um virðisaukaskatt og reglum um undanþágur fyrir sveitarfélög er kostur
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Góð tölvukunnátta og færni í Excel er skilyrði
- Góð þekking og reynsla af Dynamics BC (NAV) er kostur
- Reynsla af þróun verkferla og samþættingu Dynamics BC (NAV) við önnur kerfi er kostur
- Samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun
- Nákvæmni í vinnubrögðum og talnagleggni
- Frumkvæði sjálfstæði og skipulagshæfni
- Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg
Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Umsóknarfrestur er til 2. janúar 2024.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs, á netfangið petur@mos.is eða í síma 525-6700.
Um framtíðarstöðu er að ræða.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð aldri, kyni, uppruna eða fötlun.
Tengt efni
Ólöf Kristín Sivertsen ráðin sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Mosfellsbær leitar að framsæknum og drífandi leiðtoga í starf sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar.
Innkaupa- og rekstrarsérfræðingur hjá Mosfellsbæ
Mosfellsbær leitar að framsæknum, metnaðarfullum og talnaglöggum einstaklingi með brennandi áhuga á innkaupum og hagkvæmum rekstri.