Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. október 2024

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um þann 25.09.2024, að kynna til um­sagna skipu­lags­lýs­ingu aðal- og deili­skipu­lags í sam­ræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Áform­uð er breyt­ing á að­al­skipu­lagi og gerð deili­skipu­lags­áætl­un­ar vegna betr­um­bóta íþrótta- og úti­vist­ar­svæð­is við sunn­an­verð­an Leiru­vog. Skipu­lag­ið mun skil­greina bet­ur sam­búð íþrótta og úti­vist­ar á svæð­inu, þ.m.t. stíga, reið­leiða, fjöru og grænna svæða. All­ur eystri helm­ing­ur Hlíða­vall­ar verð­ur hluti af nýju deili­skipu­lagi. Skipu­lags­svæð­ið er um 28 hekt­ar­ar og af­markast gróf­lega af sjáv­ar­fjör­um Leiru­vogs í norðri, íbúð­ar­byggð Höfð­um, Töng­um og Holt­um í suðri og austri, og gild­andi deili­skipu­lagi golf­vall­ar á Blikastaðanesi. Á svæð­inu, sem er í eigu Mos­fells­bæj­ar, er eystri helm­ing­ur Hlíða­vall­ar, 18-holu golf­vall­ar.

Markmið skipu­lags­lýs­ing­ar er fyrst og fremst að kynna fyr­ir íbú­um og helstu hag­að­il­um áform skipu­lags­ins. Þar með tal­ið til­gang, ástæð­ur, áætlun, áhrif, markmið, áform og fyr­ir­hug­aða tíma­línu ferl­is. Skipu­lags­lýs­ing er fyrsta skref í opnu sam­ráði og mik­il­væg upp­lýs­inga­gjöf. Í verk- og skipu­lags­lýs­ingu er ekki að finna upp­drætti, til­lög­ur eða út­færsl­ur breyt­inga eða nýtt skipu­lag. Slíkt verð­ur kynnt með áber­andi hætti á síð­ari stig­um.

Markmið aðal- og deili­skipu­lags Hlíða­vall­ar er að bæta ör­yggi ið­k­enda svæð­is­ins og íbúa sem fara um eða búa í ná­lægð við golf­völl­inn. End­ur­hanna á braut­ir og högg­lín­ur svo ör­yggi gang­andi, hlaup­andi, hjólandi og ríð­andi verði bet­ur tryggt. Með breyt­ingu er stefnt að því að stækka íþrótta­svæð­ið til aust­urs við strand­lengj­una svo færa megi braut­ir og þrengja völl­inn.

Um­sagna­frest­ur er til og með 17.11.2024.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00