Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að kynna lýsingu fyrir gerð nýs deiliskipulags skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áætlun var kynnt á íbúafundi í Helgafellsskóla þann 14. október 2021.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að kynna lýsingu fyrir gerð nýs deiliskipulags skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áætlun var kynnt á íbúafundi í Helgafellsskóla þann 14. október 2021.
Skipulagslýsing er undanfari deiliskipulags og kynnir hún markmið og áætlun verkefnisins. Fyrirhugað er að deiliskipuleggja nýtt íbúðasvæði, Helgafellshverfi – nyrsti hluti (327-íb), skv. aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Íbúðasvæðið er alls um 10 ha og ráðgert er að þéttleiki fullbyggðs hverfis verði 9,0 íbúðir á ha, þ.e. 90 íbúðir. Áætluð er blönduð byggð sem þó einkennist af sérbýliseignum. Landið afmarkast af Vesturlandsvegi til vesturs, Þingvallavegi og þéttbýlismörkum til norðurs, Helgafelli til austurs og eldri byggð við Ásahverfi til suðurs. Skipulagsráðgjafar verksins verða GlámaKím arkitektar.
Gögn eru aðgengileg á vef Mosfellsbæjar og á Upplýsingatorgi, Þverholti 2 svo þau sem vilja get kynnt sér áætlunina og skrifað um hana umsögn. Tillagan hefur verið kynnt bæði í Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu. Umsagnir skulu vera skriflegar ásamt helstu upplýsingum og kennitölu sendanda. Senda skal þær skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Umsagnafrestur lýsingar er frá 28. október til og með 28. nóvember 2021.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar