Tillaga að deiliskipulagi fyrir land lögbýlisins Lækjarness í Mosfellsdal. Athugasemdafrestur til 18. október 2010.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi fyrir land lögbýlisins Lækjarness í Mosfellsdal.
Landið er norðan Köldukvíslar, milli Laxness og golfvallar, um 1,4 ha að stærð. Á suðurhluta þess gilda hverfisverndarákvæði og norðurhlutinn er innan fjarsvæðis vatnsverndar. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingarreitum, annars vegar fyrir íbúðarhús allt að 400 m2 á sama stað og íbúðarhús stendur nú, og hinsvegar fyrir hesthús allt að 200 m2 á suðausturhluta landsins. Kvaðir eru settar um umferð að golfvelli, reiðleið meðfram Köldukvísl og raflínu (Skálholtslínu).
Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar eigi síðar en 18. október 2010. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
31. ágúst 2010,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar