Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Til­laga að breyt­ing­um á hús­gerð­um og fjölg­un íbúða við Bröttu­hlíð, og til­laga að deili­skipu­lagi frí­stunda­lóð­ar norð­vest­ur af Sil­unga­tjörn. At­huga­semda­frest­ur til 16. júní 2010.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með til­lögu að deili­skipu­lagi skv. 25. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga nr. 73/1997 og til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga:

Frí­stundalóð vest­an Sil­unga­tjarn­ar
Til­laga að deili­skipu­lagi frí­stunda­lóð­ar með landnr. 125184, sem ligg­ur vest­ur af norð­urenda Sil­unga­tjarn­ar og er um 0,67 ha að stærð. Á henni eru nú tvö lít­il hús, og er gert ráð fyr­ir að ann­að þeirra standi áfram. Skv. til­lög­unni verð­ur heim­ilt að byggja nýtt hús á lóð­inni, þann­ig að frí­stunda­hús verði sam­tals allt að 110 m2 að stærð auk 20 m2 geymslu­húss.


Huldu­hóla­svæði (lóð­ir við Bröttu­hlíð)
Til­laga að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi Huldu­hóla­svæð­is, sem var upp­haf­lega sam­þykkt  10. nóv­em­ber 2004. Lagt er til að í stað fjög­urra ein­býl­is­húsa sunn­an götu komi þrjú tveggja hæða tví­býl­is­hús og eitt tveggja hæða fjór­býl­is­hús. Þá er lagt til að hús­ið Lága­hlíð víki en í stað þess komi tvö fjög­urra íbúða, tveggja hæða rað­hús, og loks að við bæt­ist ein lóð fyr­ir tveggja hæða fjór­býl­is­hús. Grænt svæði sunn­an Bröttu­hlíð­ar minnk­ar við þetta lít­il­lega og íbúð­um fjölg­ar um 13.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og hafa borist skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar eigi síð­ar en 16. júní 2010. Hver sá sem ekki ger­ir at­huga­semd við aug­lýsta til­lögu inn­an þessa frests telst vera henni sam­þykk­ur.

29. apríl 2010,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00