Tillaga að breytingum á húsgerðum og fjölgun íbúða við Bröttuhlíð, og tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar norðvestur af Silungatjörn. Athugasemdafrestur til 16. júní 2010.
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og tillögu að breytingum á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga:
Frístundalóð vestan Silungatjarnar
Tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar með landnr. 125184, sem liggur vestur af norðurenda Silungatjarnar og er um 0,67 ha að stærð. Á henni eru nú tvö lítil hús, og er gert ráð fyrir að annað þeirra standi áfram. Skv. tillögunni verður heimilt að byggja nýtt hús á lóðinni, þannig að frístundahús verði samtals allt að 110 m2 að stærð auk 20 m2 geymsluhúss.
Hulduhólasvæði (lóðir við Bröttuhlíð)
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis, sem var upphaflega samþykkt 10. nóvember 2004. Lagt er til að í stað fjögurra einbýlishúsa sunnan götu komi þrjú tveggja hæða tvíbýlishús og eitt tveggja hæða fjórbýlishús. Þá er lagt til að húsið Lágahlíð víki en í stað þess komi tvö fjögurra íbúða, tveggja hæða raðhús, og loks að við bætist ein lóð fyrir tveggja hæða fjórbýlishús. Grænt svæði sunnan Bröttuhlíðar minnkar við þetta lítillega og íbúðum fjölgar um 13.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar eigi síðar en 16. júní 2010. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
29. apríl 2010,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: