Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. apríl 2018

Mos­fells­bær í sam­vinnu við Hönn­un­ar­mið­stöð Ís­lands efndi til sam­keppni um hönn­un á nýju að­komu­tákni til að marka þrjár að­kom­ur að Mos­fells­bæ og bár­ust alls 34 til­lög­ur um að­komutákn.

Að­komu­tákn­inu er ætlað að vekja at­hygli á Mos­fells­bæ og er stefnt að því að vígja það í ág­úst 2018.

Þann 18. apríl síð­ast lið­inn kom dóm­nefnd­in sam­an, í henni sitja til­nefnd­ir af Mos­fells­bæ Hreið­ar Örn Zoëga Stef­áns­son, formað­ur menn­inga­mála­nefnd­ar og Rafn Haf­berg Guð­laugs­son sem sit­ur í menn­inga­mála­nefnd. Til­nefnd af Hönn­un­ar­mið­stöð Ís­lands sitja í nefnd­inni þau Inga Rut Gylfa­dótt­ir, lands­lags­arki­tekt, Ólaf­ur Ósk­ar Ax­els­son hjá VA arki­tekt­um og Birna Geirfinns­dótt­ir, graf­ísk­ur hönn­uð­ur.

Dóm­nefnd­in hef­ur lok­ið sín­um störf­um og val­ið úr þeim til­lög­um sem bár­ust.

Vinn­ingstil­lag­an og að­r­ar til­lög­ur verða kynnt­ar í Hlé­garði kl. 17.00 þann 3. maí og gefst bæj­ar­bú­um þá kost­ur á að kynna sér þær.

Eft­ir að vinn­ingstil­lag­an hef­ur ver­ið kynnt hefst vinna með vinn­ings­hafa við út­færslu hug­mynd­ar­inn­ar, vinna við teikn­ing­ar, fram­leiðsla að­komu­tákns­ins og und­ir­bún­ing­ur þess að marka að­komu­tákn­um end­an­lega stað­setn­ingu.

Dóm­nefnd­in að störf­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00