Tillaga að deiliskipulagi fyrir land Bókfells við Helgadalsveg. Athugasemdafrestur til 10. desember 2010.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi fyrir land Bókfells við Helgadalsveg, úr landi Hraðastaða.
Landið er 1,18 ha að stærð og gerir tillagan ráð fyrir að það verði nýtt til íbúðar og landbúnaðarstarfsemi. Heimilt verði að byggja á því eitt einnar til tveggja hæða íbúðarhús og einnar hæðar landbúnaðarbyggingar, hámarksnýtingarhlutfall = 0,1. Byggja megi við núverandi hús (Bókfell), eða rífa það og byggja nýtt hús í þess stað.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar eigi síðar en 10. desember 2010. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
25. október 2010,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Breyting á deiliskipulagi Helgafellshverfis: Ný grenndarstöð við Vefarastræti
Grenndarkynning á umsókn um byggingaleyfi – Hjarðarland 1
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 28. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Hjarðarlands 1, Mosfellsbæ.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu – Laxatunga 43
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxatungu 43.