Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. október 2010

Til­laga að breyttri legu að­komu­götu að hús­um á Helga­fell­storfu, til­laga að deili­skipu­lagi Lyng­hóls, frí­stunda­lóð­ar og til­laga að breytt­um lóð­ar­mörk­um milli Reykja­hvols 39 og 41. At­huga­semda­frest­ur til 2. des­em­ber 2010,

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með tvær til­lög­ur að deili­skipu­lagi skv. 25. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga nr. 73/1997 og eina til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga:

Gata und­ir hlíð­um Helga­fells
Til­laga að deili­skipu­lagi, sem fjall­ar um breytta legu að­komu­götu að hús­um á Helga­fell­storfu. Skv. til­lög­unni fær­ist gat­an norð­ur fyr­ir lóð Helga­fells 1 og teng­ist síð­an inn á aust­ur­hluta Bergrún­ar­götu.


Lyng­hóll, lnr. 125346
Til­laga að deili­skipu­lagi frí­stunda­lóð­ar sem er tæp­ir 6 ha að stærð. Skv. til­lög­unni verð­ur heim­ilt að reisa nýtt frí­stunda­hús á lóð­inni í stað eldra húss, allt að 70 m²  að stærð auk 20 m² geymslu­húss, sam­tals 90 m².


Reykja­hvoll 39 og 41
Til­laga að breyt­ing­um á „deili­skipu­lagi frá Reykjalund­ar­vegi að Húsa­dal,“ áður síð­ast breyttu 27.08.2008. Skv. til­lög­unni breyt­ast  lóð­ar­mörk milli lóð­anna nr. 39 og 41 við Reykja­hvol þannig að nr. 39 stækk­ar um 2.280 m² á kostn­að nr. 41. Einnig er bygg­ing­areit­ur Reykja­hvols 41 lag­að­ur að nýrri legu lóða­marka.


Til­lögu­upp­drætt­ir með grein­ar­gerð­um og skipu­lags­skil­mál­um verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 1. hæð, frá 21. októ­ber 2010 til 2. des­em­ber 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér til­lög­urn­ar og gert við þær at­huga­semd­ir. Til­lög­urn­ar er einnig birt­ar hér á heima­síð­unni, sbr. tengla hér að ofan.
At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og hafa borist skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar eigi síð­ar en 2. des­em­ber 2010. Hver sá sem ekki ger­ir at­huga­semd við aug­lýsta til­lögu inn­an þessa frests telst vera henni sam­þykk­ur.

15. októ­ber 2010,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00