Þrátt fyrir að hátíðarhöld vegna 17. júní verða ekki með hefðbundnum hætti í ár eru ýmsar leiðir til að halda upp á daginn.
Þrátt fyrir að hátíðarhöld vegna 17. júní verða ekki með hefðbundnum hætti í ár eru ýmsar leiðir til að halda upp á daginn.
Hátíðarguðsþjónusta verður í Lágafellskirkju kl. 11:00 undir leiðsögn sr. Arndísar Linn. Þórður Sigurðarson organisti stýrir tónlist og kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Ræðumaður verður ítalski Mosfellingurinn Michele Rebora.
Skátafélagið Mosverjar stendur fyrir ævintýralegum fjölskylduratleik frá kl. 13:00-17:00.
Ísbíllinn keyrir um bæinn og gefur börnum ís í boði Mosfellsbæjar.
Á Hlégarðstúninu fer fram hin árlega aflraunakeppni kl. 15:00.
Mosfellingar eru hvattir til að gera sér glaðan dag með fjölskyldu og vinum!