Það verður þjóðhátíðarstemning í Mosfellsbæ á mánudaginn þegar Mosfellingar sem og aðrir landsmenn fagna 17. júní.
Fjölskylduskemmtun fer fram við Hlégarð kl. 14:00-16:00. Skátarnir leiða skrúðgöngu frá Miðbæjartorginu kl. 13:30. Að lokinn hefðbundni barnadagskrá tekur við aflraunakeppni.
Dagskrá:
Kl. 11:00
- Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju.
- Prestur: Sr. Ragnheiður Jónsdóttir.
- Ræðumaður Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi.
- Karlakór Kjalnesinga syngur og skátar standa heiðursvörð.
- Organisti og stjórnandi: Þórður Sigurðsson.
Kl. 13:00-16:00
- Opið hús í Mosanum. Ungmennahúsið Mosinn með opið hús í húsnæði Bólsins við Varmárskóla.
- Vöfflur og tónlistarveisla fyrir gesti og gangandi.
Kl. 13:30
- Skrúðganga frá Miðbæjartorginu.
- Skátafélagið Mosverjar leiðir skrúðgönguna að Hlégarði.
Kl. 14:00
- Fjölskyldudagskrá við Hlégarð.
- Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngu.
- Ávarp fjallkonu og hátíðarræða.
- Jón Jónsson verður kynnir dagsins og gleðigjafi.
- Krakkar af leikskólanum Reykjakoti syngja nokkur lög.
- Íbúar úr Latabæ koma í heimsókn.
- Sirkús Íslands töfrar fram bros á andlitum.
- Stelpur úr Dansstúdíói World Class sýna dans.
- Þórdís Karlsdóttir sigurvegari í söngvakeppni Samfés.
- Krakkar úr Leikgleði stíga á svið og leika og syngja.
Kl. 16:00
- Aflraunakeppni. Keppt um titilinn Sterkasti maður Íslands (-105 kg) og Stálkonan 2019 á Hlégarðstúninu. Hjalti Úrsus heldur utan um þessa árlegu aflraunakeppni.
- Á svæðinu verða skátarnir með hoppukastala og ýmsar þrautir.
- Sölutjöld og andlitsmálun á staðnum.
- Í Hlégarði fer fram kaffisala á vegum Aftureldingar.