Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. júní er haldinn hátíðlegur með dagskrá í Lystigarðinum við Hlégarð fyrir gesti og gangandi.
Hátíðin hefst með hátíðarguðsþjónustu í Lágafellskirkju kl. 11:00 og síðan hefst hátíðardagskráin kl. 13:30 á miðbæjartorgi. Skátafélagið Mosverjar og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leiða skrúðgöngu að Hlégarði þar sem hefðbundin hátíðardagskrá í Lystigarðinum hefst klukkan 14.00. Þar verður boðið upp á fjölskyldudagskrá sem stendur fram eftir degi undir ljúfum tónum Lúðrasveitarinnar í Mosfellsbæ. Hoppukastalar, andlitsmálun, skátaleikir og þrautir. Kaffisala verður í Hlégarði, pylsusala á plani og sölutjöld. Keppt verður um titilinn “Sterkasti maður Íslands” á Hlégarðstúninu kl. 16:00.
Fólk er hvatt til að skilja bíla sína eftir heima eða gæta þess ella að leggja í merkt bílastæði, svo sem við Kjarna eða Varmá.
Þennan dag sem aðra fánadaga eru bæjarbúar hvattir til að draga fána að húni.
Dagskráin er sem hér segir:
kl. 11:00 Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju
- Ræðumaður er Ólöf Þórðardóttir
- Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
- Organisti: Arnhildur Valgarðsdóttir
- Kirkjukór Lágafellssóknar og Tindatríóið syngja
- Skátar úr Mosverjum standa heiðursvörð
- Öll velkomin
kl. 13:30 Athöfn á Miðbæjartorgi
- Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Skátafélagið Mosverjar taka á móti fólki á Miðbæjartorginu
- Skrúðganga frá Miðbæjartorgi, Skátafélagið Mosverjar leiða skrúðgöngu að Hlégarði
kl. 14:00 – 16:00 Fjölskyldudagskrá við Hlégarð
Skátanir verða með leiktæki, hoppukastala, þrautabrautir og fleira. Ókeypis er í leiktækin í garðinum. Sölutjöld á plani. Afturelding með pylsusölu. Andlitsmálun.
- Hátíðarræða
- Ávarp fjallkonu
- Hljómsveitin VIO
- Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
- Tónlistarskóli Mosfellsbæjar
- Leikfélag Mosfellssveitar með atriði
- Lilja Eggertsdóttir syngur ásamt Hrönn Þráinsdóttur
- Krakkar úr Reykjakoti
- Emmsjé Gauti skemmtir
Kl. 14:00 – 18:00 Kaffisala í Hlégarði
Handknattleiksdeild Aftureldingar verður með árlega kaffisölu / hlaðborð í Hlégarði.
Kl. 16:00 Sterkasti maður Íslands
Kraftlyfingarfélagið með keppni um titilinn “Sterkasti maður Íslands” á Hlégarðstúninu.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.