Á lýðveldisdaginn 17. júní verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og fjölskyldur í Mosfellsbæ. Vegna samkomutakmarkanna verður ekki hátíðardagskrá við Hlégarð en dreift verður úr smærri viðburðum yfir daginn. Mosfellingar eru hvattir til að gera sér glaðan dag með börnin í forgangi. Góða skemmtun!
Kl. 09:00-18:00 – Lágafellslaug
Frítt í sund fyrir börn og unglinga, yngri en 18 ára.
Kl. 09:00-22:00 – Hugsýn 2021 – Mosfellsk myndrannsókn
Samvinnuverkefni Þórdísar Þorleiksdóttur og 20 Mosfellinga á ýmsum aldri. Afrakstur samstarfsins er í formi fjögurra myndaramma sem staðsettir eru:
– Hjá göngustíg frá Álafosskvos að Helgafellshverfi.
– Gegnt Pósthúsinu hjá Miðbæjartorgi.
– Hjá útsýnisskiltum við Lágafellsveg.
– Við göngustíg neðan Þverholts við Leiruvog.
Verkin munu standa uppi næstu vikuna.
Kl. 11:00-14:00 – Blikkandi ljós um bæinn
Sjúkra- og slökkvilisbílar verða á ferðinni um bæinn. Skreyttur bílafloti frá slökkvistöðinni á Skarhólabraut keyrir um hverfi Mosfellsbæjar.
Kl. 11:00 – Meltúnsreitur
Atriði úr Latabæ. Íþróttaálfurinn, Solla stirða og félagar skemmta af sinni alkunnu snilld. Meltúnsreiturinn er útivistarsvæði Skógræktarfélags Mosfellsbæjar við Völuteig.
Kl. 11:00 – Mosfellskirkja
Hátíðarguðsþjónusta í Mosfellskirkju.Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir messu. Ræðumaður Chanel Björk Sturludóttir stofnandi „Hennar rödd“ félagasamtök sem stuðla að vitundarvakningu um stöðu kvenna að erlendum uppruna á Íslandi. Einsöngvari Eyþór Ingi Jónsson, fiðluleikur Sigrún Harðardóttir. Kirkjukór Lágafellssóknar. Skátar standa heiðursvörð.
Kl. 12:00-14:00 – Fellið
Hoppukastalar í boði fyrir káta krakka í Fellinu, fjölnota íþróttahúsi að Varmá.
Kl. 12:00-14:00 – Miðbæjartorg
Hljómsveitir úr tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar leika fyrir gesti og gangandi. Rokk-, popp- og jazztónlist með frábærum samspilshópum.Hljómsveitirnar sem koma fram eru: Red Devils, Acerbic, The F Sharps, Rokkbál og Ice Dragon.
Kl. 13:00-16:00 – Stekkjarflöt og Álafosskvos
Skátafjör við Stekkjarflöt og í Álafosskvos. Kajakar við tjörnina á Stekkjarflöt. Stultugangur á Stekkjarflöt, Boozt-hjól og pylsusala við skátaheimilið. Grillað brauð við Álafossbrekkuna. Slackline jafnvægisfjör við Álafosskvos.
kl. 13:00 – Fellið
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Skólahljómsveit Grafarvogs sameina krafta sína og spila undir stjórn Kristjóns Daðasonar.Hljómsveitirnar leika í Fellinu, fjölnota íþróttahúsi að Varmá.
Kl. 13:00 – Álafosskvos
Krakkar úr leikskólanum Reykjakoti syngja og Álfarnir Þorri og Þura mæta í brekkuna flottu í Álafosskvos. Álfarnir skemmta og taka nokkur lög enda heimsins bestu vinir.
Kl. 14:00 – Miðbæjartorg
Atriði úr Latabæ. Íþróttaálfurinn, Solla stirða og félagar skemmta af sinni alkunnu snilld.
Kl. 14:00 – Hlégarðstún
Aflraunakeppni á HlégarðstúniKeppt er um titilinn Sterkasti maður Íslands (-105 kg) og Stálkonan 2021. Hjalti Úrsus heldur utan um þessa árlegu aflraunakeppni.
Tengt efni
Fjölmenni á opnu húsi fyrir eldri borgara
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Félagsstarfið í Brúarland
Félagsstarfið í Mosfellsbæ fékk í dag Brúarland til afnota fyrir starf sitt. Þá mun félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos) einnig fá aðstöðu í húsinu.