Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. júní 2021

Hæ, hó, jibbí, jei…

Á lýð­veld­is­dag­inn 17. júní verð­ur boð­ið upp á fjöl­breytta dagskrá fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur í Mos­fells­bæ. Vegna sam­komutak­mark­anna verð­ur ekki há­tíð­ar­dagskrá við Hlé­garð en dreift verð­ur úr smærri við­burð­um yfir dag­inn. Mos­fell­ing­ar eru hvatt­ir til að gera sér glað­an dag með börn­in í for­gangi. Góða skemmt­un!

Kl. 09:00-18:00 – Lága­fells­laug
Frítt í sund fyr­ir börn og ung­linga, yngri en 18 ára.

Kl. 09:00-22:00 – Hug­sýn 2021 – Mos­fellsk mynd­rann­sókn
Sam­vinnu­verk­efni Þór­dís­ar Þor­leiks­dótt­ur og 20 Mos­fell­inga á ýms­um aldri. Afrakst­ur sam­starfs­ins er í formi fjög­urra mynd­aramma sem stað­sett­ir eru:
– Hjá göngustíg frá Ála­fosskvos að Helga­fells­hverfi.
– Gegnt Póst­hús­inu hjá Mið­bæj­ar­torgi.
– Hjá út­sýn­is­skilt­um við Lága­fells­veg.
– Við göngustíg neð­an Þver­holts við Leiru­vog.

Verkin munu standa uppi næstu vik­una.

Kl. 11:00-14:00 – Blikk­andi ljós um bæ­inn
Sjúkra- og slökkvilis­bíl­ar verða á ferð­inni um bæ­inn. Skreytt­ur bíla­floti frá slökkvi­stöð­inni á Skar­hóla­braut keyr­ir um hverfi Mos­fells­bæj­ar.

Kl. 11:00 – Mel­túns­reit­ur
At­riði úr Lata­bæ. Íþrótta­álf­ur­inn, Solla stirða og fé­lag­ar skemmta af sinni al­kunnu snilld. Mel­túns­reit­ur­inn er úti­vist­ar­svæði Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar við Völu­teig.

Kl. 11:00 – Mos­fells­kirkja
Há­tíð­ar­guðs­þjón­usta í Mos­fells­kirkju.Sr. Ragn­heið­ur Jóns­dótt­ir leið­ir messu. Ræðu­mað­ur Chanel Björk Sturlu­dótt­ir stofn­andi „Henn­ar rödd“ fé­laga­sam­tök sem stuðla að vit­und­ar­vakn­ingu um stöðu kvenna að er­lend­um upp­runa á Ís­landi. Ein­söngv­ari Eyþór Ingi Jóns­son, fiðlu­leik­ur Sigrún Harð­ar­dótt­ir. Kirkju­kór Lága­fells­sókn­ar. Skát­ar standa heið­ursvörð.

Kl. 12:00-14:00 – Fell­ið
Hoppu­kastal­ar í boði fyr­ir káta krakka í Fell­inu, fjöl­nota íþrótta­húsi að Varmá.

Kl. 12:00-14:00 – Mið­bæj­artorg
Hljóm­sveit­ir úr tón­list­ar­deild Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar leika fyr­ir gesti og gang­andi. Rokk-, popp- og jazz­tónlist með frá­bær­um sam­spils­hóp­um.Hljóm­sveit­irn­ar sem koma fram eru: Red Devils, Acer­bic, The F Sharps, Rokk­bál og Ice Dragon.

Kl. 13:00-16:00 – Stekkj­ar­flöt og Ála­fosskvos
Skáta­fjör við Stekkj­ar­flöt og í Ála­fosskvos. Kaj­ak­ar við tjörn­ina á Stekkj­ar­flöt. Stultu­gang­ur á Stekkj­ar­flöt, Boozt-hjól og pylsu­sala við skáta­heim­il­ið. Grillað brauð við Ála­foss­brekk­una. Slackline jafn­væg­is­fjör við Ála­fosskvos.

kl. 13:00 – Fell­ið
Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar og Skóla­hljóm­sveit Grafar­vogs sam­eina krafta sína og spila und­ir stjórn Kristjóns Daða­son­ar.Hljóm­sveit­irn­ar leika í Fell­inu, fjöl­nota íþrótta­húsi að Varmá.

Kl. 13:00 – Ála­fosskvos
Krakk­ar úr leik­skól­an­um Reykja­koti syngja og Álfarn­ir Þorri og Þura mæta í brekk­una flottu í Ála­fosskvos. Álfarn­ir skemmta og taka nokk­ur lög enda heims­ins bestu vin­ir.

Kl. 14:00 – Mið­bæj­artorg
At­riði úr Lata­bæ. Íþrótta­álf­ur­inn, Solla stirða og fé­lag­ar skemmta af sinni al­kunnu snilld.

Kl. 14:00 – Hlé­garðstún
Aflrauna­keppni á Hlé­garðstúniKeppt er um titil­inn Sterk­asti mað­ur Ís­lands (-105 kg) og Stál­kon­an 2021. Hjalti Úr­sus held­ur utan um þessa ár­legu aflrauna­keppni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00